Iceguys gefa út sitt fyrsta lag 15. júní 2004 00:01 Fyrsta íslenska strákasveitin, sem var stofnuð í febrúar á þessu ári, hefur skilað fyrsta lagi sínu á útvarpsstöðvarnar. Iceguys er skipuð þremur söngvurum en tveir þeirra, Óli Már og Einar Valur náðu alla leið í 32 manna úrslit Idol stjörnuleitar nú síðast. Kjartan Arnald var svo áður í dúettnum Acoustic. Lagið heitir Let's Get Together og er eftir Stefán Örn Gunnlaugsson, fyrrum hljómborðsleikara Reggea on Ice. Útsetning lagsins er vönduð og lagið fjörugt. Upphaf þess hljómar kunnuglega en það er ákaflega keimlíkt stefi úr Hunts tómatsósuauglýsingu sem sést oft í sjónvarpinu. "Þetta er nú ekki alveg eins," segir Ólafur Már Svavarsson einn liðsmaður sveitarinnar og viðurkennir þannig að lögin séu lík. "Ef maður hefur þau ekki samhliða til viðmiðunnar þá finnst manni þau kannski svipuð. Það eru aðrir hljómar í þessu. Þetta er einfalt stef og svipað. Lagið úr Hunts auglýsingunni er nú stolið líka. Það er tekið frá Wiseguys, þannig að þetta er skemmtilegur hringur." Lagið er komið í spilun á Kiss FM og Rás 2 og segir Ólafur að viðbrögðin séu mjög góð. Lagið verður að finna á safnplötu Skífunnar, Svona er sumarið 2004. Þeir eru einnig farnir að huga að næsta lagi. Samkvæmt fréttatilkynningu segjast þeir kjósa að syngja á ensku til þess að "meikaða í útlöndum" og að enskan passi betur inn í "boybanda" formið. "Við ætlum að sjá hvað þetta gerir og hvort þetta eigi eitthvað erindi á þennan plötumarkað. Núna erum við byrjaðir að undirbúa myndband sem kemur vonandi út von bráðar," segir Ólafur að lokum. IceGuys koma fram í fyrsta skiptið opinberlega á 17. júní hátíðinni í Hafnafirði. Menning Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira
Fyrsta íslenska strákasveitin, sem var stofnuð í febrúar á þessu ári, hefur skilað fyrsta lagi sínu á útvarpsstöðvarnar. Iceguys er skipuð þremur söngvurum en tveir þeirra, Óli Már og Einar Valur náðu alla leið í 32 manna úrslit Idol stjörnuleitar nú síðast. Kjartan Arnald var svo áður í dúettnum Acoustic. Lagið heitir Let's Get Together og er eftir Stefán Örn Gunnlaugsson, fyrrum hljómborðsleikara Reggea on Ice. Útsetning lagsins er vönduð og lagið fjörugt. Upphaf þess hljómar kunnuglega en það er ákaflega keimlíkt stefi úr Hunts tómatsósuauglýsingu sem sést oft í sjónvarpinu. "Þetta er nú ekki alveg eins," segir Ólafur Már Svavarsson einn liðsmaður sveitarinnar og viðurkennir þannig að lögin séu lík. "Ef maður hefur þau ekki samhliða til viðmiðunnar þá finnst manni þau kannski svipuð. Það eru aðrir hljómar í þessu. Þetta er einfalt stef og svipað. Lagið úr Hunts auglýsingunni er nú stolið líka. Það er tekið frá Wiseguys, þannig að þetta er skemmtilegur hringur." Lagið er komið í spilun á Kiss FM og Rás 2 og segir Ólafur að viðbrögðin séu mjög góð. Lagið verður að finna á safnplötu Skífunnar, Svona er sumarið 2004. Þeir eru einnig farnir að huga að næsta lagi. Samkvæmt fréttatilkynningu segjast þeir kjósa að syngja á ensku til þess að "meikaða í útlöndum" og að enskan passi betur inn í "boybanda" formið. "Við ætlum að sjá hvað þetta gerir og hvort þetta eigi eitthvað erindi á þennan plötumarkað. Núna erum við byrjaðir að undirbúa myndband sem kemur vonandi út von bráðar," segir Ólafur að lokum. IceGuys koma fram í fyrsta skiptið opinberlega á 17. júní hátíðinni í Hafnafirði.
Menning Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira