Innlent

Tillaga D-lista felld

Fulltrúar Reykjavíkurlistans felldu í dag tillögu sjálfstæðismanna, um að hætt yrði við að fresta mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Sjálfstæðismenn vilja að gatnamótin verði skilgreind sem forgangsframkvæmd og markvisst haldið áfram því ferli sem þegar er hafið með mati á umhverfisáhrifum. Reykjavíkurlistinn lagði fram og samþykkti aðra tillögu um að vinna áfram að því að bæta umferðaröryggi á gatnamótunum, með betri umferðarljósum og fjölgun akgreina. Sjálfstæðismenn telja að þessar umbætur séu ekki nægar og að þær breyti ekki miklu fyrir almenna ökumenn en bæti hugsanlega aðgengi strætóbílstjóra og leigubílstjóra sem fái forgang.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×