Innlent

Launanefnd rithöfunda gagnrýnd

Umboðsmaður alþingis telur að launanefnd rithöfunda í fyrra hafi ekki fullnægt þeim kröfum sem gera þurfi til undirbúnings ákvarðana um úthlutanir úr sjóðnum. Höfundur sem ekki fékk úthlutun kvartaði til umboðsmanns og taldi höfnunina ekki byggjast á málefnalegum sjónarmiðum. Umboðsmaður telur sig ekki hafa fengið nægilegan rökstuðning fyrir úthlutun nefndarinnar né heldur synjun til höfundarins sem kvartaði. Þótt nefndinni sé samkvæmt lögum ætlað nokkuð svigrúm verði að gera þá kröfur að undirbúningur sé með þeim hætti að hægt sé að staðreyna að ákvarðanir séu málefnalegar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×