Innlent

Nóttin róleg

Nóttin var mjög róleg hjá Lögreglunni í Reykjavík. Fáir voru í miðbænum en tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur sem telst varla til tíðinda, enda segir lögregla að það sé eins og að degi til í miðri viku. Sömu sögu var að segja um mest allt land, á Akureyri og víðar. Fréttamaður var fyrsta manneskjan sem hringdi í lögregluna á Egilsstöðum síðan í gærkvöldi sem hafði það náðugt í nótt. Telur lögregla að bæjarbúar hafi jafnvel verið að spara sig fyrir stóran dansleik sem haldinn verður á Egilsstöðum í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×