Innlent

Skemmdarverk framin á styttu

"Ég skil ekki hvernig fólk getur gert slíkt og mér og fleirum líður ákaflega illa út af þessu," segir Kjuregej Alexandra Argunova, listakona, en í fyrrinótt voru framin skemmdarverk á listaverki hennar af Sölva Helgasyni sem staðið hefur á horni Grettisgötu og Snorrabrautar um hríð. Var höfuð styttunnar brotið af og hefur það ekki fundist þrátt fyrir leit og er listakonan og nágrannar hennar miður sín. "Þetta verk vann ég í leir fyrir Menningarnóttina og það hefur staðið þarna síðan. Þetta hefur fyrst og fremst tilfinningalegt gildi enda hef ég lagt mikla vinnu í verkið og nágrannar mínir lýst yfir ánægju með það. Tjónið er ekki síður slæmt fyrir þá en mig." Kjuregej segir ómögulegt að meta fjárhagslegt tjón vegna þessa enda hafi tilgangurinn fyrst og fremst verið að skapa fallega list fyrir Menningarnótt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×