Innlent

Árni í Malaví

Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, hélt til viðræðna við félagsmálaráðherra og forseta Malaví í Afríku í gær. Í heimsókninni vígir Árni skólabyggingu sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands lét reisa fyrir 1.200 börn. Hann kynnir sér framgang íslenskra verkefna í landinu, þar á meðal fullorðinsfræðsluverkefnis sem Þrónunarstofnunin kom á í 50 þorpum umhverfis Monkey Bay í Malaví. Þá var Árni formaður stjórnar stofnunarinnar. Óháð sérfræðiúttekt á verkefninu verður unnin á næstunni. Sérfræðingarnir ákveða einnig næstu skref samvinnunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×