Innlent

Strandafréttir á vefnum

Nýr héraðsfréttavefur fyrir Strandasýslu hefur verið opnaður á slóðinni strandir.is. Það er fyrirtækið Sögusmiðjan á Kirkjubóli sem á frumkvæði að gerð vefjarins og ritstjóri er Jón Jónsson þjóðfræðingur. Vefurinn verður síðan byggður upp á framlagi fréttaritara sem búa víðs vegar um sýsluna og hver og einn þeirra getur uppfært vefinn og sett inn efni í tölvunni heima hjá sér eða sent það á ritstjórn sem setur það inn.  Að sögn ritstjóra er stefnan að skapa skemmtilegan og spennandi fréttavef fyrir svæðið sem verður notaður sem allra víðast. Vefritið hefur sérstakan áhuga á atvinnulífi, framkvæmdum og framförum á Ströndum, eflingu byggðar og skemmtilegu mannlífi í héraðinu. Öllu því sem gerir það sérstakt og jákvætt að lifa og starfa á Ströndum eða heimsækja héraðið sem ferðamaður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×