Menning

Gengu í kringum jólatréð

Börn í þriðja bekk í Hlíðaskóla stóðustu ekki freistinguna og gengu nokkura stund í kringum jólatréð á Austurvelli þegar þau áttu leið framhjá. Tveir kennarar sjá um að kenna börnunum, annar þeirra er heyrnarlaus og talar bara táknmál. Börnin í bekknum eru líka bæði heyrandi og heyrnarlaus enda sungu þau jólasálmana, bæði á hefðbundin hátt og á táknmáli. Leikskólabörn sem gengu hjá slógust í hópinn. Að lokum óskuðu Hlíðaskólabörnin öllum gleðilegra jóla.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×