Kósí stemming í huggulegu húsnæði 9. desember 2004 00:01 "Markmið mitt með þessari verslun er að höfða til kvenna sem gera handavinnu og vilja hafa fallegt og huggulegt í kringum sig. Það eru lygilega margir fyrir það að fara úr vinnufötunum þegar heim er komið, skella sér í náttföt, setja fætur upp í sófa og hafa það virkilega kósí," segir Ásdís Loftsdóttir, hönnuður og eigandi verslunarinnar, en hún sækir sína strauma úr tveimur heimum sem greinilega sést í verslun hennar. "Ég lærði fatahönnun bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi þannig að ég sæki huggulega heimafílínginn til Bandaríkjanna og tedrykkjuna til Bretlands." "Ég sel þægileg föt, bæði ameríska heimagalla og ítölsk náttföt, sem eru úr bómullarblöndu með handprentuðu munstri. Síðan sel ég mikið af lopa. Einnig er ég með bútasaumsefni en ég er nýbúin að fá frönska efni, bæði bómull og hör, sem er helsta nýjungin hjá mér. Ég er líka með bútasaumsbækur, útsaum og te- og pressukönnur sem ég hef hannað sjálf í liðlega áratug," segir Ásdís en stoltust er hún af nýju línunni af íslensku værðarvoðinni. Ásdís leggur mikið upp úr því að hafa kósí og fallegt hjá sér og í versluninni. "Fólk getur tyllt sér niður, skoðað búasaumsbækur, fengið sér heitt kaffi og piparkökur, hlustað á jólalög og haft það kósí og slappað af. Við þurfum ekki alltaf að vera í stressinu. Húsnæðið býður líka upp á það. Þett aer gamalt hús með flottum bitum í loftinu. Ég hannaði innréttingarnar sjálf og held ég að mér hafi tekist vel upp. Ég var með þessa verslun í Hamraborg fyrir þrem árum og margar konur er ánægðar að sjá mig aftur. Ég vona bara að fari eins með lopann og miðbæinn. Núna sel ég afskaplega mikið af lopa og ég vona að sama gerist með söluna í miðbænum. Ég er alveg dottin í rómantíkina hérna í miðbænum," segir Ásdís sem er með verslunarrekstur í blóðinu, alin upp af kaupmanni. En er verslunin þá bara eins og barnið þitt? "Já það er talað um það heima fyrir. Nú á ég þrjár dætur, sú yngsta ellefu ára, og ég þarf að útskýra fyrir henni að fjórða barnið sé fætt og ég þurfi stundum að vaka á nóttinni til að sinna því. En þegar það er uppkomið og sjálfbjarga þá fáum við okkur hund." Hús og heimili Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
"Markmið mitt með þessari verslun er að höfða til kvenna sem gera handavinnu og vilja hafa fallegt og huggulegt í kringum sig. Það eru lygilega margir fyrir það að fara úr vinnufötunum þegar heim er komið, skella sér í náttföt, setja fætur upp í sófa og hafa það virkilega kósí," segir Ásdís Loftsdóttir, hönnuður og eigandi verslunarinnar, en hún sækir sína strauma úr tveimur heimum sem greinilega sést í verslun hennar. "Ég lærði fatahönnun bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi þannig að ég sæki huggulega heimafílínginn til Bandaríkjanna og tedrykkjuna til Bretlands." "Ég sel þægileg föt, bæði ameríska heimagalla og ítölsk náttföt, sem eru úr bómullarblöndu með handprentuðu munstri. Síðan sel ég mikið af lopa. Einnig er ég með bútasaumsefni en ég er nýbúin að fá frönska efni, bæði bómull og hör, sem er helsta nýjungin hjá mér. Ég er líka með bútasaumsbækur, útsaum og te- og pressukönnur sem ég hef hannað sjálf í liðlega áratug," segir Ásdís en stoltust er hún af nýju línunni af íslensku værðarvoðinni. Ásdís leggur mikið upp úr því að hafa kósí og fallegt hjá sér og í versluninni. "Fólk getur tyllt sér niður, skoðað búasaumsbækur, fengið sér heitt kaffi og piparkökur, hlustað á jólalög og haft það kósí og slappað af. Við þurfum ekki alltaf að vera í stressinu. Húsnæðið býður líka upp á það. Þett aer gamalt hús með flottum bitum í loftinu. Ég hannaði innréttingarnar sjálf og held ég að mér hafi tekist vel upp. Ég var með þessa verslun í Hamraborg fyrir þrem árum og margar konur er ánægðar að sjá mig aftur. Ég vona bara að fari eins með lopann og miðbæinn. Núna sel ég afskaplega mikið af lopa og ég vona að sama gerist með söluna í miðbænum. Ég er alveg dottin í rómantíkina hérna í miðbænum," segir Ásdís sem er með verslunarrekstur í blóðinu, alin upp af kaupmanni. En er verslunin þá bara eins og barnið þitt? "Já það er talað um það heima fyrir. Nú á ég þrjár dætur, sú yngsta ellefu ára, og ég þarf að útskýra fyrir henni að fjórða barnið sé fætt og ég þurfi stundum að vaka á nóttinni til að sinna því. En þegar það er uppkomið og sjálfbjarga þá fáum við okkur hund."
Hús og heimili Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira