Erlent

Dæmdir fyrir morð á 5 ára stúlku

Sjö rússneskir unglingspiltar voru í dag dæmdir í allt að tíu ára fangelsi fyrir að myrða fimm ára gamla stúlku af sígaunaættum. Þessi hroðalegi atburður átti sér stað í St. Pétursborg í september sl. þegar piltarnir réðust að hópi sígaunastúlkna, vopnaðir öxum, hnífum, járnrörum og keðjum. Morðið er rakið til kynþáttafordóma og er ekki eina sinnar tegundar í Pétursborg að undanförnu. Níu ára gömul telpa frá Tadjikistan auk þriggja asískra og arabískra háskólastúdenta hafa verið drepin á þessu ári í borginni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×