Innlent

Ráðherra vígði kúluskítsbúr

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra vígði nýtt kúluskítsbúr í Náttúrufræðistofu Kópavogs í gær. Stórvaxinn kúluskítur er aðeins þekktur í tveimur stöðuvötnum á jörðinni, í Mývatni og Akan-vatni í Japan. Hann er því á meðal sérstæðustu fyrirbæra í náttúru Íslands. Kúluskítur er stórvaxið kúlulaga vaxtarafbrigði af grænþörungstegund. Kúlurnar eru allar álíka á stærð, um tíu til fimmtán sentimetrar í þvermál. Hvorki er vitað hvernig kúlurnar verða til né hve gamlar þær eru. Veiðibændur við Mývatn hafa fengið kúlurnar í net sín og þá jafnað kallað þær skít. Vísindamenn hafa því gefið fyrirbrigðinu heitið kúluskítur.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×