Menning

Hamborgarhryggur vinsælastur

Hamborgarhryggur verður vinsælasti jólamaturinn í ár og ætlar liðlega helmingur landsmanna að hafa hann í matinn á aðfangadagskvöld, samkvæmt skoðanakönnun Gallups. Lambasteik er í örðu sæti en langt á eftir Hamborgarhryggnum, því tæp tíu prósent ætla að borða lambasteik. Næst koma svínasteik, kalkúnn og hangikjöt, en tæp þrjú prósent ætla að borða rjúpur, og þá væntanlega innfluttar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×