Innlent

Tölvur sem skilja íslensku

Lokið hefur verið við gerð fyrsta íslenska talgreinisins. Í fréttatilkynningu kemur fram að Hjal sé hugbúnaður sem geri tölvum kleift að skilja talað íslenskt mál, til dæmis í gegnum síma. Verkefnið var unnið af íslenskum og erlendum fyrirtækjum í samstarfi við sérfræðinga Háskóla Íslands. Verkefnið tengist Tungutækniverkefni menntamálaráðuneytisins sem lýkur um áramótin. Yfir 2.000 einstaklingar tóku þátt í verkefninu með því að lesa upp texta í síma. Það var gert til að þjálfa tölvurnar í að skilja mismunandi raddir. Nú er unnið að því að nýta talgreininn í símaþjónustur sem svara fyrirspurnum sem koma með töluðu máli í síma. Er Hjali gert að koma í staðinn fyrir símaþjónustur þar sem fólki er sagt að slá á 1 fyrir þetta og 2 fyrir hitt. Í tengslum við Tungutækniverkefnið hefur einnig verið lokið við fyrstu beygingarlýsingu íslensks nútímamáls. Það verkefni var unnið á Orðabók Háskólans og inniheldur beygingar yfir 170 þúsund íslenskra orða á tölvutæku formi. Fólk getur kynnt sér þetta nánar á heimasíðunni www.lexis.hi.is


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×