Þeir tekjuháu fá mest 29. nóvember 2004 00:01 Barnmargar fjölskyldur með ung börn og háar tekjur koma best út úr skattabreytingum ríkisstjórnarinnar miðað við útreikninga sem gerðir voru fyrir Fréttablaðið. Barnlausir einstaklingar koma verst út úr þeim. Fréttablaðið hefur látið reikna nokkur dæmi um það hvernig væntanlegar skattkerfisbreytingar koma út fyrir mismunandi tekjuhópa. Skoðað var annars vegar hvað fólk greiðir í skatt samkvæmt gildandi reglum og hins vegar hvernig dæmin litu út ef skattkerfisbreytingarnar væru að fullu komnar til framkvæmda í dag. Ekki var tekið tillit til breytinga á eignaskatti né heldur skerðinga á vaxtabótum. Borin voru saman sex dæmi. Einstaklingur með 150 þúsund krónur í mánaðartekjur, annars vegar barnlaus og hins vegar með eitt barn undir 7 ára. Hjón með tvö börn undir 7 ára, annars vegar með 400 þúsund krónur samtals í mánaðartekjur og hins vegar eina milljón samtals á mánuði. Að lokum hjón með þrjú börn með 400 þúsund krónur í samanlagðar mánaðartekjur og hins vegar eina milljón króna á mánuði. Lækkun skattprósentunnar og afnám hátekjuskattsins leiða til þess að ávinningur skattkerfisbreytinganna í krónum talið er mestur hjá þeim tekjuhærri. Þeir tekjulægri fá að vísu meiri hækkun barnabóta en það vegur skammt þegar breytingarnar eru skoðaðar sem heild. Fjölskylda með þrjú börn, tvö undir sjö ára og eitt á aldrinum 7-16 ára, og fjölskylda með tvö börn undir sjö ára aldri koma best út úr skattabreytingum ríkisstjórnarinnar, samkvæmt útreikningum sem Fréttablaðið lét gera. Miðað er við að hvor fjölskylda sé með eina milljón króna í tekjur á mánuði eða 12 milljónir í árstekjur og greiðir hvor fjölskylda þá rúmlega 677 þúsund krónum minna í staðgreiðslu á ári og fær tæplega 40 þúsund krónum hærri barnabætur eftir skattabreytingarnar en í dag. Hagur þessara fjölskyldna gæti því batnað um 716.633 krónur. Hjón með þrjú börn, þar af tvö undir sjö ára aldri og 400 þúsund krónur í tekjur á mánuði eða 4,8 milljónir í árstekjur, koma næstbest út úr samanburðinum. Þau greiða 244.392 krónum minna í staðgreiðslu og fá rúmlega 191 þúsund krónum meiri barnabætur. Þessi hjón hafa því bættan hag um 435.910 krónur, samkvæmt þessum útreikningum. Hjón með tvö börn undir sjö ára aldri og 400 þúsund krónur í tekjur á mánuði eða 4,8 milljónir í árstekjur greiða rúmlega 244 þúsund krónum minna í staðgreiðslu og fá 156.264 krónum hærri barnabætur en í dag. Þessi hjón hafa þar með bættan hag um 400.656 krónur þegar skattabreytingarnar eru að fullu komnar til framkvæmda. Einstaklingur með eitt barn undir sjö ára aldri og 150 þúsund krónur í tekjur á mánuði greiðir rúmlega 98 þúsund krónum minna í staðgreiðslu en hann gerir í dag og fær tæplega 66 þúsund krónum hærri barnabætur. Þessi fjölskylda hefði því 163.937 fleiri krónur í vasanum væru skattkerfisbreytingarnar komnar til framkvæmda. Barnlaus einstaklingur með 150 þúsund krónur í tekjur á mánuði fær hins vegar engar barnabætur. Hann greiðir minni staðgreiðslu sem nemur rúmlega 98 þúsund krónum á ári og batnar hagur hans um þá krónutölu miðað við ofangreindar forsendur. Hann fer verst út úr skattabreytingunum. Skattabreytingar ríkisstjórnarinnarTekjur á mánuðiStaðgreiðslaBarnabæturSamtalsBarnlaus einstaklingur150.000- 98.196098.196Einstaklingur með 1 barn undir 7 ára150.000- 98.19665.741163.927Hjón með 2 börn undir 7 ára400.000- 244.392156.264163.937Hjón með 2 börn undir 7 ára1.000.000- 677.05739.576716.633Hjón með 3 börn, tvö undir 7 ára400.000- 244.392191.518435.910Hjón með 3 börn, tvö undir 7 ára1.000.000- 677.05739.576716.633 Samanburðurinn sýnir að barnmargar fjölskyldur með háar tekjur koma betur út úr skattabreytingunum en tekjulágar fjölskyldur, þrátt fyrir að fjöldi barna sé sá sami. Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Barnmargar fjölskyldur með ung börn og háar tekjur koma best út úr skattabreytingum ríkisstjórnarinnar miðað við útreikninga sem gerðir voru fyrir Fréttablaðið. Barnlausir einstaklingar koma verst út úr þeim. Fréttablaðið hefur látið reikna nokkur dæmi um það hvernig væntanlegar skattkerfisbreytingar koma út fyrir mismunandi tekjuhópa. Skoðað var annars vegar hvað fólk greiðir í skatt samkvæmt gildandi reglum og hins vegar hvernig dæmin litu út ef skattkerfisbreytingarnar væru að fullu komnar til framkvæmda í dag. Ekki var tekið tillit til breytinga á eignaskatti né heldur skerðinga á vaxtabótum. Borin voru saman sex dæmi. Einstaklingur með 150 þúsund krónur í mánaðartekjur, annars vegar barnlaus og hins vegar með eitt barn undir 7 ára. Hjón með tvö börn undir 7 ára, annars vegar með 400 þúsund krónur samtals í mánaðartekjur og hins vegar eina milljón samtals á mánuði. Að lokum hjón með þrjú börn með 400 þúsund krónur í samanlagðar mánaðartekjur og hins vegar eina milljón króna á mánuði. Lækkun skattprósentunnar og afnám hátekjuskattsins leiða til þess að ávinningur skattkerfisbreytinganna í krónum talið er mestur hjá þeim tekjuhærri. Þeir tekjulægri fá að vísu meiri hækkun barnabóta en það vegur skammt þegar breytingarnar eru skoðaðar sem heild. Fjölskylda með þrjú börn, tvö undir sjö ára og eitt á aldrinum 7-16 ára, og fjölskylda með tvö börn undir sjö ára aldri koma best út úr skattabreytingum ríkisstjórnarinnar, samkvæmt útreikningum sem Fréttablaðið lét gera. Miðað er við að hvor fjölskylda sé með eina milljón króna í tekjur á mánuði eða 12 milljónir í árstekjur og greiðir hvor fjölskylda þá rúmlega 677 þúsund krónum minna í staðgreiðslu á ári og fær tæplega 40 þúsund krónum hærri barnabætur eftir skattabreytingarnar en í dag. Hagur þessara fjölskyldna gæti því batnað um 716.633 krónur. Hjón með þrjú börn, þar af tvö undir sjö ára aldri og 400 þúsund krónur í tekjur á mánuði eða 4,8 milljónir í árstekjur, koma næstbest út úr samanburðinum. Þau greiða 244.392 krónum minna í staðgreiðslu og fá rúmlega 191 þúsund krónum meiri barnabætur. Þessi hjón hafa því bættan hag um 435.910 krónur, samkvæmt þessum útreikningum. Hjón með tvö börn undir sjö ára aldri og 400 þúsund krónur í tekjur á mánuði eða 4,8 milljónir í árstekjur greiða rúmlega 244 þúsund krónum minna í staðgreiðslu og fá 156.264 krónum hærri barnabætur en í dag. Þessi hjón hafa þar með bættan hag um 400.656 krónur þegar skattabreytingarnar eru að fullu komnar til framkvæmda. Einstaklingur með eitt barn undir sjö ára aldri og 150 þúsund krónur í tekjur á mánuði greiðir rúmlega 98 þúsund krónum minna í staðgreiðslu en hann gerir í dag og fær tæplega 66 þúsund krónum hærri barnabætur. Þessi fjölskylda hefði því 163.937 fleiri krónur í vasanum væru skattkerfisbreytingarnar komnar til framkvæmda. Barnlaus einstaklingur með 150 þúsund krónur í tekjur á mánuði fær hins vegar engar barnabætur. Hann greiðir minni staðgreiðslu sem nemur rúmlega 98 þúsund krónum á ári og batnar hagur hans um þá krónutölu miðað við ofangreindar forsendur. Hann fer verst út úr skattabreytingunum. Skattabreytingar ríkisstjórnarinnarTekjur á mánuðiStaðgreiðslaBarnabæturSamtalsBarnlaus einstaklingur150.000- 98.196098.196Einstaklingur með 1 barn undir 7 ára150.000- 98.19665.741163.927Hjón með 2 börn undir 7 ára400.000- 244.392156.264163.937Hjón með 2 börn undir 7 ára1.000.000- 677.05739.576716.633Hjón með 3 börn, tvö undir 7 ára400.000- 244.392191.518435.910Hjón með 3 börn, tvö undir 7 ára1.000.000- 677.05739.576716.633 Samanburðurinn sýnir að barnmargar fjölskyldur með háar tekjur koma betur út úr skattabreytingunum en tekjulágar fjölskyldur, þrátt fyrir að fjöldi barna sé sá sami.
Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?