Lífið

Smækkuð mynd af samfélagi

Hver skólabygging er í grunninn byggð upp á skólastofunum þar sem formið á þeim er jafnarma og koma saman í stokk, oftast á tveimur hæðum. Auk þess þarf að hugsa fyrir skrifstofum kennara, sameiginlegu rými, matsal og mötuneyti og jafnvel íþróttahúsi og fleira. Í Vikurskóla sem vígður var í fyrra er byggingin hugsuð sem smækkuð mynd af samfélaginu þar sem opið sameiginlegt rými tengir alla saman og eru þar tengingar við allt það sem skólasamfélagið þarf á að halda. Svipuð hugsun er ríkjandi í hönnun á skólum eins og Engjaskóla og Lágafellsskóla þar sem viðfangsefnið er nálgast eins og hönnun á litlu bæjarfélagi. Helstu nýjungar sem má greina í skólabyggingum er áherslan á opið og bjart rými þegar komið er inn í skólann sem er í talsverðu andstöðu við eldri skóla þar sem oft er gengið inn í lítið þröngt og dimmt rými. Rýmið er þannig opið og bjóðandi til almennrar viðveru og félagslíf og reynt að draga úr löngum göngum, sem einnig er gert til þess að takmarka miklar göngur á milli svæða í skólanum. Einnig eru að koma inn áhugaverðar nýjungar í hönnun á skólastofum því búa þarf þannig um umhverfið að það sé í takt við kennsluhættina. Ný hugsun er að koma í kennslustarf og má nefna í Ingunnarskóla sem nú er í byggingu að þar er ekki gert ráð fyrir veggjum í skólastofunum þar sem gert er ráð fyrir að nokkrir kennarar séu saman með stóran hóp barna. Hefðbundin kennsla er þannig brotin upp og munu börnin vinna að verkefnum undir leiðsögn kennara. Að sama skapi er reynt að brjóta upp hefðbundið kassaform skólans með bogum og bylgjum utan á húsinu eða þar sem hluti af byggingunni er tekinn út út að einhverju leyti og gefur hverri byggingu fyrir sig sérstakan og fallegan svip





Fleiri fréttir

Sjá meira


×