Lífið

Elegans og hátíðleiki

"Nefna ekki allir Þjóðmenningarhúsið?" spyr Lísbet Sveinsdóttir listakona þegar hún er spurð um uppáhaldshús í Reykjavík. "Ég verð að nefna það. Þetta er svo óvenjulegt hús fyrir Ísland, glæsileikinn og elegansinn. Ég las alltaf þarna á lesstofunni í gamla daga og þótt ég væri ekki mikill námshestur sótti ég í bókasafnið því það var svo glæsilegt. Það var líka svo mikil helgi og hátíðleiki í þessu húsi."Lísbet segist líka vilja fá að nefna arkitektúr Sigvalda Thordarson sem henni finnst sérstaklega skemmtilegur. "Ég kann vel að meta stílinn hans og það er eitt hús á Ægisíðunni sem hann teiknaði sem mér finnst með flottari íbúðarhúsum í borginni." Lísbet rekur fyrirtækið Elm sem er fatahönnunarfyrirtæki, en það var einmitt að vinna til verðlauna sem voru afhent á miðvikudaginn. "Við fengum Njarðarskjöldinn sem ferðamannaverslun ársins. Skjöldurinn var afhentur við hátíðlega athöfn í Höfuðborgarstofu," segir Lísbet. "Við erum auðvitað rosalega stoltar af þessu."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×