Innlent

Sjö menn yfirheyrðir

Maðurinn sem lokkaði níu ára gamla stúlku upp í bíl til sín í Kópavogi og skildi hana eftir á Mosfellsheiði á miðvikudaginn var enn ófundinn þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Lögreglan í Kópavogi hefur yfirheyrt alls sjö menn vegna málsins og segir rannsókn vera í hefðbundnum farvegi. Lögreglunni hefur borist fjöldi ábendinga vegna málsins og fylgir þeim nú eftir. Stúlkan lýsir manninum sem tvítugum, sköllóttum, með svört gleraugu og skegg undir vörinni og segir að hann hafi ekið rauðum fólksbíl með skotti. Þeir sem telja sig geta veitt einhverjar upplýsingar eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Kópavogi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×