Verndarsamtök leiði ekki umræðuna 26. nóvember 2004 00:01 Tryggja verður öryggi útflutningstekna í sjávarútvegi að mati Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Hann sagði í ræðu á Sjómannasambandsþingi í fyrradag að nýjar reglur um efnainnihald fisks gætu orsakað skyndilegt áfall í útflutningi. Ekki sé hægt að sjá fyrir hvenær fyrirtækjum, opinberum stofnunum eða öfgasamtökum detti í hug að setja fram nýjar reglur eða hræða almenning með röngum upplýsingum um skaðsemi efnainnihalds sjávarfangs. Því sé grundvallaratriði að hafa á reiðum höndum upplýsingar um efnainnihald fisksins. Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins hefur mælt innihald óæskilegra efna í sjávarafurðum. Upplýsingarnar munu nýtast þeim sem vinna við að selja sjávarafurðir til að meta það hvernig afurðir standast þau mörk sem þegar eru í gildi á Íslandi, ESB og öðrum viðskiptaþjóðum Íslendinga. Þá sagði Árni að í fjárlagafrumvarpinu sé gert ráð fyrir 30 milljónum í þetta verkefni. Sjávarútvegsráðuneytið er þegar farið að undirbúa sig fyrir frekari umræðu um umhverfisáhrif fiskveiða. Verkefnið snýst um að finna út umhverfisáhrif þorskveiða. Að sögn Árna eru niðurstöðurnar í grundvallaratriðum þær að olían hafi mest áhrif á umhverfið en engar upplýsingar liggi fyrir um aðra þætti sem gætu skipt máli, svo sem áhrif veiðarfæra á hafsbotninn. Árni sagði hættu á að mat á umhverfisáhrifum verði leitt af öfgafullum umhverfissamtökum með fordóma í garð sjávarútvegsins. Slíkt gæti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir íslenskan sjávarútveg og þjóðarhag. Nýverið skipaði Árni nefnd sem á að skoða forsendur fyrir friðun einstakra hafsvæða. Nefndin á að skoða og skilgreina hvaða forsendur beri að leggja til grundvallar þegar teknar séu ákvarðanir um friðun viðkvæmra hafsvæða. Fréttir Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Tryggja verður öryggi útflutningstekna í sjávarútvegi að mati Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Hann sagði í ræðu á Sjómannasambandsþingi í fyrradag að nýjar reglur um efnainnihald fisks gætu orsakað skyndilegt áfall í útflutningi. Ekki sé hægt að sjá fyrir hvenær fyrirtækjum, opinberum stofnunum eða öfgasamtökum detti í hug að setja fram nýjar reglur eða hræða almenning með röngum upplýsingum um skaðsemi efnainnihalds sjávarfangs. Því sé grundvallaratriði að hafa á reiðum höndum upplýsingar um efnainnihald fisksins. Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins hefur mælt innihald óæskilegra efna í sjávarafurðum. Upplýsingarnar munu nýtast þeim sem vinna við að selja sjávarafurðir til að meta það hvernig afurðir standast þau mörk sem þegar eru í gildi á Íslandi, ESB og öðrum viðskiptaþjóðum Íslendinga. Þá sagði Árni að í fjárlagafrumvarpinu sé gert ráð fyrir 30 milljónum í þetta verkefni. Sjávarútvegsráðuneytið er þegar farið að undirbúa sig fyrir frekari umræðu um umhverfisáhrif fiskveiða. Verkefnið snýst um að finna út umhverfisáhrif þorskveiða. Að sögn Árna eru niðurstöðurnar í grundvallaratriðum þær að olían hafi mest áhrif á umhverfið en engar upplýsingar liggi fyrir um aðra þætti sem gætu skipt máli, svo sem áhrif veiðarfæra á hafsbotninn. Árni sagði hættu á að mat á umhverfisáhrifum verði leitt af öfgafullum umhverfissamtökum með fordóma í garð sjávarútvegsins. Slíkt gæti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir íslenskan sjávarútveg og þjóðarhag. Nýverið skipaði Árni nefnd sem á að skoða forsendur fyrir friðun einstakra hafsvæða. Nefndin á að skoða og skilgreina hvaða forsendur beri að leggja til grundvallar þegar teknar séu ákvarðanir um friðun viðkvæmra hafsvæða.
Fréttir Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira