Innlent

Vaxtabætur skerðist

Hagdeild Alþýðusambands Íslands telur að stjórnvöld ætli aftur að skerða vaxtabætur með afturvirkum hætti, með því að tilkynna nú að að fólk fái 95 prósent af þeim vaxtabótum sem það hafði reiknað með að fá að fullu á árinu, samkvæmt gildandi reglum. Hagdeildin telur það algerlega óviðunandi. Jafnframt þessu hafa stjórnvöld ákveðið að að lækka hlutfall vaxtabóta á næsta ári úr 5,5% niður í fimm prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×