Lífið

Sængin varin og rúmið skreytt

Fallegt rúmteppi getur borið svefnherbergið uppi og getur verið skemmtilegt að eiga fleira en eitt, jafnvel eitt fyrir vetrartímann og annað fyrir sumartímann. Rúmteppið gerir rúmið fallegra auk þess sem það hlífir rúmfötunum fyrir óhreinindum. Hægt er að nota hvaða efni sem er í rúmteppi, jafnvel hægt að hafa þau tvö ofan á hvort öðru, henda skinni yfir einlitt rúmteppi eða hrúga skemmtilegum púðum við höfuðgaflinn. Þau fást í öllum verðflokkum og eru sumir svo myndarlegir að búa þau til sjálf og skemmtilegt getur verið að taka til dæmis kjólana af stelpunni sem eru orðnir of litlir og útbúa bútateppi á rúmið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×