Nýtt heimili í Drápuhlíð 22. nóvember 2004 00:01 Valdi og Stella falla alveg í skilgreininguna "fátækir námsmenn", eru tuttugu og tveggja ára og bæði í Háskólanum, hún í stjórnmálafræði og hann í lögfræði. Þau keyptu sér íbúð þar sem þau höfðu verið óheppin á leigumarkaðinum auk þess sem það er ódýrara til lengdar að eiga sína eigin íbúð en áttu ekki mikið aflögu eftir fyrstu útborgun. Það kom sér því vel þegar þau fluttu inn í litlu kjallaraíbúðina sína að þau eru bæði handlagin og útsjónarsöm og hefur tekist að búa sér fallegt og notalegt heimili án þess að kosta til þess miklu fé. "Íbúðin var í ágætis ástandi þegar við tókum við henni en þó var ýmislegt sem okkur langaði til að breyta. Við gerðum flest sjálf sem þurfti að gera, ég skipti til dæmis um eldhúsinnréttingu og flotaði gólfið," segir Valdimar stoltur. Hann vill þó taka fram að hann naut ráðgjafar ættingja og vina. Þau hafa fundið ýmsar skemmtilegar lausnir sem falla vel inn í lítið rými."Við hönnuðum til dæmis baðherbergisinnréttingu úr kommóðu úr Rúmfatalagernum". Þau eru líka sérfræðingar í því að bæsa, pússa og lakka. "Ég byrjaði að safna gömlum húsgögnum þegar ég var fimmtán ára og átti þess vegna ýmislegt í búið," segir Stella og sýnir falleg náttborð sem hún fékk á markaði í Brussel þar sem foreldrar hennar bjuggu. Þau fara oft í Góða hirðinn að gá hvort einhverjir fjársjóðir leynist ekki þar en eru líka fastagestir í Ikea og Rúmfatalagernum. "Svo er þetta bara spurning um hugmyndaflug," segja þau og yppa öxlum. Ljósakróna sem amma Valda átti og er allavega frá árinu 1912.Svefnherbergið er úr Ikea nema náttborðin sem koma frá BelgíuSkápinn bæsuðu þau og lökkuðu upp á nýtt. Hús og heimili Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Sjá meira
Valdi og Stella falla alveg í skilgreininguna "fátækir námsmenn", eru tuttugu og tveggja ára og bæði í Háskólanum, hún í stjórnmálafræði og hann í lögfræði. Þau keyptu sér íbúð þar sem þau höfðu verið óheppin á leigumarkaðinum auk þess sem það er ódýrara til lengdar að eiga sína eigin íbúð en áttu ekki mikið aflögu eftir fyrstu útborgun. Það kom sér því vel þegar þau fluttu inn í litlu kjallaraíbúðina sína að þau eru bæði handlagin og útsjónarsöm og hefur tekist að búa sér fallegt og notalegt heimili án þess að kosta til þess miklu fé. "Íbúðin var í ágætis ástandi þegar við tókum við henni en þó var ýmislegt sem okkur langaði til að breyta. Við gerðum flest sjálf sem þurfti að gera, ég skipti til dæmis um eldhúsinnréttingu og flotaði gólfið," segir Valdimar stoltur. Hann vill þó taka fram að hann naut ráðgjafar ættingja og vina. Þau hafa fundið ýmsar skemmtilegar lausnir sem falla vel inn í lítið rými."Við hönnuðum til dæmis baðherbergisinnréttingu úr kommóðu úr Rúmfatalagernum". Þau eru líka sérfræðingar í því að bæsa, pússa og lakka. "Ég byrjaði að safna gömlum húsgögnum þegar ég var fimmtán ára og átti þess vegna ýmislegt í búið," segir Stella og sýnir falleg náttborð sem hún fékk á markaði í Brussel þar sem foreldrar hennar bjuggu. Þau fara oft í Góða hirðinn að gá hvort einhverjir fjársjóðir leynist ekki þar en eru líka fastagestir í Ikea og Rúmfatalagernum. "Svo er þetta bara spurning um hugmyndaflug," segja þau og yppa öxlum. Ljósakróna sem amma Valda átti og er allavega frá árinu 1912.Svefnherbergið er úr Ikea nema náttborðin sem koma frá BelgíuSkápinn bæsuðu þau og lökkuðu upp á nýtt.
Hús og heimili Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp