Innlent

Sáttatónn í þingflokki Framsóknar

Framsóknarmenn á kjördæmisþingi í Norðvesturkjördæmi sem fór fram í Borgarnesi í gær hvöttu þingflokk framsóknarmanna til að leysa ágreining sem uppi hefur verið innan hans. Þingflokkur ákvað við upphaf þings í haust að kjósa Kristin H. Gunnarsson í engar þingnefndir fyrir hönd flokksins. Fram kemur í ályktun fundarins, sem var samþykkt með lófaklappi, að allir þingmenn flokksins ættu að hafa eðlilega aðstöðu til starfa. Þá var lýst yfir stuðningi við Kristin H. Gunnarsson og Magnús Stefánsson, þingmenn kjördæmisins, og þeir hvattir til að snúa bökum saman og vinna þannig kjördæminu til heilla. Kristinn H. Gunnarsson segist gera ráð fyrir því að þessi mál fari í eðlilegt horf með tímanum og samskiptin í þingflokknum séu að batna. Hjálmar Árnason, formaður þingflokksins, segist taka ályktunina til alvarlegrar athugunar. Fullt mark sé tekið á henni.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×