Innlent

Nýr netvafri og hraðari

Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software og hugbúnaðarfyrirtækið SlipStream Data kynntu í gær fyrirætlanir sínar um að sameina netvafratækni Opera vef- og tölvupóstshröðunartækni SlipStream. Þannig á að gera netþjónustum kleift að bjóða viðskiptavinum allt að sex sinnum hraðara vafur. Sameinaður búnaður fyrirtækjanna lítur dagsins ljós í næstu útgáfu vafrans, Opera 7.60, sem koma á út fyrir árslok. Jón S. von Tetzchner, íslenskur forstjóri Opera, bendir á að SlipStream sé ráðandi í hröðunarbúnaði fyrir netþjónustur í Ameríku og Evrópu og hlakkar að sögn til frekara samstarfs við fyrirtækið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×