Innlent

Nýr netvafri og hraðari

Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software og hugbúnaðarfyrirtækið SlipStream Data kynntu í gær fyrirætlanir sínar um að sameina netvafratækni Opera vef- og tölvupóstshröðunartækni SlipStream. Þannig á að gera netþjónustum kleift að bjóða viðskiptavinum allt að sex sinnum hraðara vafur. Sameinaður búnaður fyrirtækjanna lítur dagsins ljós í næstu útgáfu vafrans, Opera 7.60, sem koma á út fyrir árslok. Jón S. von Tetzchner, íslenskur forstjóri Opera, bendir á að SlipStream sé ráðandi í hröðunarbúnaði fyrir netþjónustur í Ameríku og Evrópu og hlakkar að sögn til frekara samstarfs við fyrirtækið.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×