Menning

Hljóp ber upp í hjólabúnað

Kanadískur maður sem neitað var um flugmiða til Ástralíu frá Los Angeles, brá á það ráð að afklæðast og hlaupa upp í hjólabúnað vélarinnar, þar sem hún var á ferð á flugbrautinni. Betur fór þó en á horfðist, því að starfsmönnum flugvallarins tókst að stöðva vélina áður en hún fór í loftið og handsama manninn. Afar ólíklegt er að maðurinn hefði lifað ferðina af, enda væsir um menn í tæplega sextán tíma flugi í yfir 30 þúsund feta hæð og ekki á það bætandi að vera á adamsklæðunum einum saman.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×