Lífið

Raforka í 100 ár

Um helgina hefur staðið yfir í Vetrargarðinum í Smáralind sýningin "Orkan okkar 2004, ... heimili morgundagsins...", en hún er haldin í tilefni af 100 ára afmæli raforkuframleiðslu á Íslandi. Á sýningunni getur að líta það nýjasta og framúrstefnulegasta sem er í boði á mörgum sviðum sem lúta að daglegu lífi. "Það hefur verið byggt þarna 350 fermetra einbýlishús, en með byggingunni viljum við sýna fram á hvernig hægt er að nýta rafmagnið til að gera líf okkar allra þægilegra og auðveldara," segir Ingibjörg Valdimarsdóttir, deildarstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur. "Við köllum húsið "heimili morgundagsins", en ekki "heimili framtíðarinnar", því allt sem er sýnt í þessu húsi er framkvæmanlegt nú þegar. Rafmagn er auðvitað einstök vara en er orðið svo sjálfsagt að fólk tekur ekki eftir því lengur hvað það er stór hluti daglegs lífs. Það er samt svo ótrúlega stutt síðan rafmagn var tekið í notkun hér á landi, eða árið 1904, þegar Jóhannes Reykdal virkjaði bæjarlækinn í Hafnarfirði og gerðist brautryðjandi í sölu raforku." Ris ehf. byggði húsið í Vetrargarðinum en á bak við hugmyndavinnu og hönnun hússins standa fulltrúar frá Arkitektafélagi Íslands, Ljóstæknifélagi Íslands, Tæknifræðingafélagi Íslands, Félagi húsgagna- og innanhússarkitekta og Verkfræðingafélagi Íslands, Fjörutíu fyrirtæki kynna í húsinu nútímalegar hátækniafurðir á öllum sviðum heimilishalds, en sýningin er opin til klukkan 19 í dag.
Lykill er óþarfur í þessa skrá. Eina sem þarf er þumall eigandans. FleiriMynd/E.Ól
Þetta er ekki eldhús úr vísindaskáldskap heldur það sem öllum stendur til boða í dag.Mynd/E.Ól
Heimili nútímans geta einkennst af stílhreinni og einfaldri hönnun, sem þar að auki gerir lífið svo létt svo létt...Mynd/E.Ól





Fleiri fréttir

Sjá meira


×