Lífið

Nýjung í Debenhams

Soldís, blómastofa með silkiblóm, hefur opnað útibú í gjafavöru- og heimilisdeild á fyrstu hæð í Debenhams í Smáralind. Verslunin er einnig til húsa að Laugavegi 63. Soldís hefur selt silkiblóm og silkitré í um sex ár og leggur mikið upp úr vönduðum vörum. Í Soldís er bæði hægt að fá silkiblóm í blómapottum og blóm á stilkum til að skreyta í vasa. Blómin eru raunveruleg og silkið kemst næst því að líta út eins og lifandi blóm.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×