Samskiptin komin í eðlilegt horf 30. október 2004 00:01 Forysta sjómanna og útvegsmanna skrifuðu undir nýjan kjarasamning í gær milli Sjómannasambands Íslands, Farmanna- og fiskimannasambandsins, og Alþýðusambanda Austurlands og Vestfjarða annars vegar og Landsambandi íslenskra útvegsmanna og Samtaka atvinnulífsins hins vegar. Samningurinn mun gilda til 31. maí 2008, ef hann verður samþykktur meðal aðildarfélaga. Frá gildistöku samningsins mun kauptrygging og aðrir launaliðir hækka um 16,5 prósent til 1. janúar 2008. Þá var einnig samið um aukin lífeyrisréttindi sjómanna. Frá 1. janúar 2007 munu iðgjaldsgreiðslur til lífeyrissjóðs nema tólf prósentum af öllum launum. Af því munu útvegsmenn greiða átta prósent. Þá var einnig samið um mótframlag útvegsmanna í séreignarsjóð. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands segir að greiðslur í lífeyrissjóð hafi verið baráttumál sjómanna í mörg ár og fagnar því mjög þessu ákvæði samningsins. Þá segir hann einnig að uppsagnafrestur sjómanna gjörbreytist með þessum samningi og verði nú þrír mánuðir eftir fjögurra ára starf og einn mánuður eftir þriggja mánaða starf. Áður hafi hann verið einn mánuður eftir sex ár. "Við forystumenn sjómanna náðum samningum víðar. Eftir fund með fjármálaráðherra um sjómannaafsláttinn höfum við loforð upp á vasann að við honum verði ekki hreyft á samningstímanum." Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna segir að litið sé á þennan samning sem mikilvægan hlekk í því að samskipti útvegsmanna og sjómanna komist í eðlilegt horf. Það sé þó ómögulegt að segja til um hvað hann kostar. "Þetta er tækifæri fyrir framtíðina. Það sem við sjáum í honum eru möguleikar á að auka tekjur bæði sjómanna og útgerðarmanna." Þar vísar hann til þess að tekjur sjómanna munu aukast ef fækkað er í áhöfn. Þetta er þáttur sem útvegsmenn hafa lagt áherslu á þegar aukin tækniþróun krefst færri sjómanna. Friðrik bendir þó á að víða sé ekki hægt að fækka í áhöfnum. Atkvæðagreiðslu um samninginn verður lokið 21. desember og segjast bæði forysta sjómanna og útvegsmanna ætla að mæla með því að hann verði samþykktur. Þetta er fyrsti samningur sjómanna frá 1995, þegar samningur fékkst að undangengnu verkfalli. Sjómenn og útvegsmenn hafa ekki samið án verkfalls síðan árið 1992. Samningur sjómanna og útgerðarmannaLaunahækkanirVið gildistöku4,35%1. janúar 20053,00%1. janúar 20063,50%1. janúar 20072,25%1. janúar 20083,50% Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Forysta sjómanna og útvegsmanna skrifuðu undir nýjan kjarasamning í gær milli Sjómannasambands Íslands, Farmanna- og fiskimannasambandsins, og Alþýðusambanda Austurlands og Vestfjarða annars vegar og Landsambandi íslenskra útvegsmanna og Samtaka atvinnulífsins hins vegar. Samningurinn mun gilda til 31. maí 2008, ef hann verður samþykktur meðal aðildarfélaga. Frá gildistöku samningsins mun kauptrygging og aðrir launaliðir hækka um 16,5 prósent til 1. janúar 2008. Þá var einnig samið um aukin lífeyrisréttindi sjómanna. Frá 1. janúar 2007 munu iðgjaldsgreiðslur til lífeyrissjóðs nema tólf prósentum af öllum launum. Af því munu útvegsmenn greiða átta prósent. Þá var einnig samið um mótframlag útvegsmanna í séreignarsjóð. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands segir að greiðslur í lífeyrissjóð hafi verið baráttumál sjómanna í mörg ár og fagnar því mjög þessu ákvæði samningsins. Þá segir hann einnig að uppsagnafrestur sjómanna gjörbreytist með þessum samningi og verði nú þrír mánuðir eftir fjögurra ára starf og einn mánuður eftir þriggja mánaða starf. Áður hafi hann verið einn mánuður eftir sex ár. "Við forystumenn sjómanna náðum samningum víðar. Eftir fund með fjármálaráðherra um sjómannaafsláttinn höfum við loforð upp á vasann að við honum verði ekki hreyft á samningstímanum." Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna segir að litið sé á þennan samning sem mikilvægan hlekk í því að samskipti útvegsmanna og sjómanna komist í eðlilegt horf. Það sé þó ómögulegt að segja til um hvað hann kostar. "Þetta er tækifæri fyrir framtíðina. Það sem við sjáum í honum eru möguleikar á að auka tekjur bæði sjómanna og útgerðarmanna." Þar vísar hann til þess að tekjur sjómanna munu aukast ef fækkað er í áhöfn. Þetta er þáttur sem útvegsmenn hafa lagt áherslu á þegar aukin tækniþróun krefst færri sjómanna. Friðrik bendir þó á að víða sé ekki hægt að fækka í áhöfnum. Atkvæðagreiðslu um samninginn verður lokið 21. desember og segjast bæði forysta sjómanna og útvegsmanna ætla að mæla með því að hann verði samþykktur. Þetta er fyrsti samningur sjómanna frá 1995, þegar samningur fékkst að undangengnu verkfalli. Sjómenn og útvegsmenn hafa ekki samið án verkfalls síðan árið 1992. Samningur sjómanna og útgerðarmannaLaunahækkanirVið gildistöku4,35%1. janúar 20053,00%1. janúar 20063,50%1. janúar 20072,25%1. janúar 20083,50%
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira