Innlent

Þingflokkur biðjist afsökunar

Málflutningur Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, er í fullu samræmi við almennan vilja kjósenda flokksins. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar Framsóknarfélagsins í Dalasýslu. Á fundinum var stuðningsyfirlýsing við Kristinn samþykkt einróma. "Aðalfundurinn skorar á þingflokk Framsóknarflokksins að endurskoða þá ákvörðun sína að vísa Kristni H. Gunnarssyni úr öllum nefndum á vegum Alþingis og lítur á slík vinnubrögð sem mannréttindabrot gagnvart honum og kjósendum flokksins í kjördæminu," segir í ályktun félagsins. "Þetta er atlaga að almennu lýðræði í Framsóknarflokknum, og væri ekki til of mikils ætlast að þingflokkurinn bæðist afsökunar á framkomunni." Framsóknarfélagið Dalasýslu er fjórða félagið til að mótmæla þeirri ákvörðun þingflokks Framsóknarflokksins að útiloka Kristinn H. Gunnarsson frá setu í fastanefndum Alþingis. Hin félögin sem mótmælt hafa eru Framsóknarfélag Barðastrandarsýslu, Bolungarvíkur og Hólmavíkurhrepps.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×