Talíbanar hóta frekari árásum 23. október 2004 00:01 Þrír íslenskir friðargæsluliðar slösuðust í sjálfsmorðsárás Talíbana í Kabúl í Afganistan í dag. Talíbanar hóta frekari árásum. Alls voru átta friðargæsluliðar saman á ferð í þekktri verslunargötu í miðborg Kabúl þegar árásin var gerð, þar af sex Íslendingar. Einn þeirra var Hallgrímur Sigurðsson, yfirmaður flugvallarins í Kabúl. Hann segir þrjár handsprengjur hafa sprungið í námunda við þá með nokkurra sekúndna millibili. Hann kveðst ekki viss hvort þeim hafi verið kastað að þeim eða hvort þær hafi hangið utan á árásarmanninum þegar þær sprungu. Friðargæsluliðarnir ákváðu í skyndingu að forða sér af vettvangi á öðrum bílnum en hinn var óökufær eftir árásina. Þeir vildu ekki taka áhættuna á því að lokast inni vegna bíla og mannsafnaðar sem hefði þýtt langa bið eftir sjúkrabíl. Tveir friðargæsluliðanna, Stefán Gunnarsson, flugumsjónarmaður, og Steinar Örn Magnússon, slökkviliðsmaður, særðust í árásinni þegar þeir fengu sprengjuflísar í fætur, framhandlegg og neðri hluta líkamans. Einn til viðbótar, Sverrir Haukur Grönli, hlaut minniháttar skrámur. Líðan Íslendinganna er góð hefur Hallgrímur eftir læknum á þýska hersjúkrahúsinu sem farið var með mennina á. Hann segir það besta sjúkrahúsið í Kabúl og mjög fullkomið. Auk friðargæsluliðanna slasaðist erlend kona í árásinni en óvíst er hverrar þjóðar hún er eða hvort hún var á ferð með friðargæsluliðunum. Óstaðfestar fregnir herma jafnframt að ung stúlka á aldrinu tíu til tólf ára hafi látist í árásinni. Fréttamaður CNN í Kabúl segir að viðvaningur hafi gert árásina og líklega eiga Íslendingarnir því lífið að þakka. Friðargæsliðarnir voru að auki í vestum og með hjálpa. Hallgrímur segir ómögulegt að segja til um hugsanleg áhrif á starf íslensku friðargæslunnar í Kabúl en alls eru sextán Íslendingar við störf þar. Talsmaður Talíbana sagði liðsmann þeirra hafa gert árásina og hún væri aðeins fyrsta árásin í hrynu sem væri yfirvofandi. Hallgrímur segir sína tilfinningu vera þá að tilviljun hafi ráðið því að þeir hafi orðið fórnarlömb árásarinnar. Hann telur útilokað að ætlunin hafi verið að ráðast sérstaklega á Íslendinga. Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Þrír íslenskir friðargæsluliðar slösuðust í sjálfsmorðsárás Talíbana í Kabúl í Afganistan í dag. Talíbanar hóta frekari árásum. Alls voru átta friðargæsluliðar saman á ferð í þekktri verslunargötu í miðborg Kabúl þegar árásin var gerð, þar af sex Íslendingar. Einn þeirra var Hallgrímur Sigurðsson, yfirmaður flugvallarins í Kabúl. Hann segir þrjár handsprengjur hafa sprungið í námunda við þá með nokkurra sekúndna millibili. Hann kveðst ekki viss hvort þeim hafi verið kastað að þeim eða hvort þær hafi hangið utan á árásarmanninum þegar þær sprungu. Friðargæsluliðarnir ákváðu í skyndingu að forða sér af vettvangi á öðrum bílnum en hinn var óökufær eftir árásina. Þeir vildu ekki taka áhættuna á því að lokast inni vegna bíla og mannsafnaðar sem hefði þýtt langa bið eftir sjúkrabíl. Tveir friðargæsluliðanna, Stefán Gunnarsson, flugumsjónarmaður, og Steinar Örn Magnússon, slökkviliðsmaður, særðust í árásinni þegar þeir fengu sprengjuflísar í fætur, framhandlegg og neðri hluta líkamans. Einn til viðbótar, Sverrir Haukur Grönli, hlaut minniháttar skrámur. Líðan Íslendinganna er góð hefur Hallgrímur eftir læknum á þýska hersjúkrahúsinu sem farið var með mennina á. Hann segir það besta sjúkrahúsið í Kabúl og mjög fullkomið. Auk friðargæsluliðanna slasaðist erlend kona í árásinni en óvíst er hverrar þjóðar hún er eða hvort hún var á ferð með friðargæsluliðunum. Óstaðfestar fregnir herma jafnframt að ung stúlka á aldrinu tíu til tólf ára hafi látist í árásinni. Fréttamaður CNN í Kabúl segir að viðvaningur hafi gert árásina og líklega eiga Íslendingarnir því lífið að þakka. Friðargæsliðarnir voru að auki í vestum og með hjálpa. Hallgrímur segir ómögulegt að segja til um hugsanleg áhrif á starf íslensku friðargæslunnar í Kabúl en alls eru sextán Íslendingar við störf þar. Talsmaður Talíbana sagði liðsmann þeirra hafa gert árásina og hún væri aðeins fyrsta árásin í hrynu sem væri yfirvofandi. Hallgrímur segir sína tilfinningu vera þá að tilviljun hafi ráðið því að þeir hafi orðið fórnarlömb árásarinnar. Hann telur útilokað að ætlunin hafi verið að ráðast sérstaklega á Íslendinga.
Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira