Innlent

Endurgreiðslur hækka um 4 prósent

Fjögurra prósenta hækkun gjaldskrár tannlækninga var kynnt á ríkisstjórnarfundi í gær. Heilbrigðisráðuneytið gefur gjaldskrána út, en hún er notuð sem grunnur vegna endurgreiðslna Tryggingastofnunar ríkisins, þar sem ekki er í gildi gjaldskrársamningur við tannlækna. Hækkunin gildir frá og með næstu mánaðamótum. Í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að ráðherra grípi til hækkunar nú til að endurgreiðslur þeirra sem eiga rétt á þeim haldi verðgildi sínu. Þá kemur fram að hækkunin og auknar greiðslur sem af henni stafi rúmist innan fjárveitinga ársins og fjárveitingaramma næsta árs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×