Lífið

Glerlampar í tísku

Glerlampar eru málið nú á haustdögum. Flottir lampar úr gleri með fínum og klassískum skerm er það nýjasta nýtt. Hægt er að finna glerlampa í ýmsum verslunum en einnig er afar einfalt að búa til sinn eigin glerlampa. Ef þú átt fínan glervasa sem þú notar ekki mjög mikið getur farið með hann í lampaverslun og látið breyta honum. Hægt er að koma fyrir lampastæði í opi vasans og þá getur rafmagnssnúran hangið meðfram lampanum. Með því að föndra lampann sjálf getur líka valið þinn eigin skerm og þá ertu komin með eitthvað persónulegt inní stofu sem er einnig í tísku.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×