Innlent

10 þúsund minna í vasann

Skattprósentan á að lækka niður í um 35% í lok kjörtímabilsins eða svipað og hún var 1988 þegar staðgreiðslukerfið var tekið upp. Hins vegar hefur maður sem hafði 50 þúsund krónur á mánuði 1988 10 þúsund krónum minna eftir í vasanum nú en hann hefði haft ef skattkerfið hefði haldist óbreytt. Tekjurnar væru orðnar 136 þúsund 2004 ef þær hefðu fylgt verðhækkunum og er mismunur á skattbyrðinni 7.5% samkvæmt útreikningum ASÍ fyrir Fréttablaðið. Niðurstaðan skánar ef reiknað er með 4% fyrirhugaðri tekjuskattslækkun. Að henni lokinni vantar um 5 þúsund krónur upp á að launamaðurinn fái það sama í vasann og 1988 og munar 3.7%. Eftir 4% lækkun munar 0.8% á skattbyrði 100 þúsund króna mannsins frá 1988 (nú 272 þúsund krónur) og skattbyrði 150 þúsund króna (nú 409 þúsund) mannsins frá 1988 er nánast sú sama eftir 4% lækkun og hún var þá.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×