Eldhúsið mitt er með sál 14. október 2004 00:01 "Eldhúsið mitt er eldgamalt og með mikla sál. Það er á dagskránni að taka það í gegn en ég hef ekki lagt í það því það er svo fínt eins og það er," segir Lára Sveinsdóttir leikkona. "Þar er kaffivélin mín og hrærivélin sem við fengum í brúðargjöf í sumar og hefur bjargað okkur þegar gesti ber að garði. Við reynum stundum að baka brauð og þá er voða gott að hnoða deigið í hrærivélinni því það sparar tíma." Lára viðurkennir að sér hafi brugðið þegar hún kom fyrst inn í eldhúsið." Dúkurinn á veggnum er eldgamall, gulur og skræpóttur og mér brá svolítið þegar ég sá hann fyrst en nú myndi ég aldrei tíma að taka hann niður því hann er svo sérstakur." Það er önnur ástæða til þess að Láru liggur ekki á að láta breyta eldhúsinu. "Ég er ekki mjög há í loftinu og því er hæðin á borðunum alveg passleg fyrir mig. Maðurinn minn er frekar stór og borðin eru of lág fyrir hann en hann þarf þá bara minna að gera í eldhúsinu í staðinn. Annars er hann duglegur að vaska upp." Partí enda oft inni í eldhúsi sem er reyndar svolítið bagalegt því svefnherbergi nágrannans er beint fyrir neðan. "Við reynum að draga partíin aftur inn í stofu en þetta er toppeldhús til að fá vinkonurnar í kaffi." Lára er að leika í Úlfhamssögu sem sýnd er í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Leikritið var frumsýnt síðastliðinn sunnudag og frumsýningarpartíið endaði að sjálfsögðu í eldhúsinu hjá Láru. Hús og heimili Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Sjá meira
"Eldhúsið mitt er eldgamalt og með mikla sál. Það er á dagskránni að taka það í gegn en ég hef ekki lagt í það því það er svo fínt eins og það er," segir Lára Sveinsdóttir leikkona. "Þar er kaffivélin mín og hrærivélin sem við fengum í brúðargjöf í sumar og hefur bjargað okkur þegar gesti ber að garði. Við reynum stundum að baka brauð og þá er voða gott að hnoða deigið í hrærivélinni því það sparar tíma." Lára viðurkennir að sér hafi brugðið þegar hún kom fyrst inn í eldhúsið." Dúkurinn á veggnum er eldgamall, gulur og skræpóttur og mér brá svolítið þegar ég sá hann fyrst en nú myndi ég aldrei tíma að taka hann niður því hann er svo sérstakur." Það er önnur ástæða til þess að Láru liggur ekki á að láta breyta eldhúsinu. "Ég er ekki mjög há í loftinu og því er hæðin á borðunum alveg passleg fyrir mig. Maðurinn minn er frekar stór og borðin eru of lág fyrir hann en hann þarf þá bara minna að gera í eldhúsinu í staðinn. Annars er hann duglegur að vaska upp." Partí enda oft inni í eldhúsi sem er reyndar svolítið bagalegt því svefnherbergi nágrannans er beint fyrir neðan. "Við reynum að draga partíin aftur inn í stofu en þetta er toppeldhús til að fá vinkonurnar í kaffi." Lára er að leika í Úlfhamssögu sem sýnd er í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Leikritið var frumsýnt síðastliðinn sunnudag og frumsýningarpartíið endaði að sjálfsögðu í eldhúsinu hjá Láru.
Hús og heimili Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Sjá meira