Lífið

Parkettgólf pússað upp

"Parkett verður ljótt og sjabbí á svona 15 til 20 árum, alveg sama þó aðeins hafi verið gengið á sokkaleistunum á því," segir Erlendur Þ. Ólafsson hjá Gólfþjónustu Íslands, sem sérhæfir sig meðal annars í að pússa upp parkettgólf. Hann segir það yfirleitt ekki taka meira en einn dag að pússa gólfið og lakka það, en það þarf að vera búið að bera út öll húsgögn áður en verkið hefst. Venjulegt parkett er yfirleitt hægt að pússa upp svona þrisvar sinnum ef það er unnið af fagmönnum því mikilvægt er að taka sem þynnst lag af í einu, en heilviðarparkett er hægt að pússa mun oftar. "Hægt er að lakka gólfið eða olíubera jafnvel í öðrum lit en upphaflega var á góflinu og oft verður það fallegra en nýtt," segir Erlendur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×