Rótleysið eykst með degi hverjum 12. október 2004 00:01 Erfitt er að segja nákvæmlega til um áhrif kennaraverkfallsins á grunnskólanemendur. Ekki er talið að til brottfalls muni koma á meðal þeirra en hins vegar óttast sérfræðingar að eftir því sem lengra líður á verkfallið muni rótleysi barnanna aukast. Nokkur dæmi voru um að unglingar skiluðu sér ekki í skólann þegar verkfalli grunn- og framhaldsskólakennara lauk vorið 1995. Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands, segir erfitt að segja hvaða þættir höfðu þar mest áhrif því gera má ráð fyrir að einhverjir nemendur hefðu hætt námi þótt ekki hefði komið til verkfalls. Hættan á að unglingar flosni upp úr grunnskólanámi sé hins vegar lítil þar sem skólaskyldan veitir þeim ákveðið aðhald. Hákon Sigursteinsson, deildarstjóri sálfræðideildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, tekur í svipaðan streng og bendir á að fyrst að verkfallið er að hausti til þá er hættan á brottfalli minni þar sem meiri tími er til að vinna upp námsefni vetrarins, t.d. fyrir samræmd próf. Þeir Jón Torfi og Hákon eru hins vegar sammála um að því lengra sem verkfallið dregst, því meira rót kemst á líf barnanna. Hákon leggur því áherslu á að foreldrar skipuleggi tímann fyrir börnin á meðan á því stendur þannig að þau búi við einhverja reglu. "Þetta verður hins vegar erfiðara eftir því sem börnin verða eldri því stundum vilja þau ekki lifa eftir rútínu," bætir hann við. Jón Torfi segir að búast megi við rótleysið geti varað talsvert umfram þann tíma sem verkfallið stendur vegna þess tíma sem það tekur að koma reglu á daglegt líf á ný. "Fyrir sum börn skiptir þetta engu máli en fyrir þau sem á mestum aga þurfa að halda getur verið hætta á ferðum." Einhver dæmi eru um unglinga sem lifa í óreglu í verkfallinu og munu til dæmis einhverjir þeirra hafast við í húsakynnum gömlu Hraðfrystistöðvarinnar við Mýrargötu í Reykjavík. Þeir Jón Torfi og Hákon segja báðir að ákveðinn hópur unglinga sé í meiri hættu en aðrir og með honum verði að fylgjast. Of snemmt sé hins vegar að segja til um áhrif verkfallsins á þann hóp. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Erfitt er að segja nákvæmlega til um áhrif kennaraverkfallsins á grunnskólanemendur. Ekki er talið að til brottfalls muni koma á meðal þeirra en hins vegar óttast sérfræðingar að eftir því sem lengra líður á verkfallið muni rótleysi barnanna aukast. Nokkur dæmi voru um að unglingar skiluðu sér ekki í skólann þegar verkfalli grunn- og framhaldsskólakennara lauk vorið 1995. Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands, segir erfitt að segja hvaða þættir höfðu þar mest áhrif því gera má ráð fyrir að einhverjir nemendur hefðu hætt námi þótt ekki hefði komið til verkfalls. Hættan á að unglingar flosni upp úr grunnskólanámi sé hins vegar lítil þar sem skólaskyldan veitir þeim ákveðið aðhald. Hákon Sigursteinsson, deildarstjóri sálfræðideildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, tekur í svipaðan streng og bendir á að fyrst að verkfallið er að hausti til þá er hættan á brottfalli minni þar sem meiri tími er til að vinna upp námsefni vetrarins, t.d. fyrir samræmd próf. Þeir Jón Torfi og Hákon eru hins vegar sammála um að því lengra sem verkfallið dregst, því meira rót kemst á líf barnanna. Hákon leggur því áherslu á að foreldrar skipuleggi tímann fyrir börnin á meðan á því stendur þannig að þau búi við einhverja reglu. "Þetta verður hins vegar erfiðara eftir því sem börnin verða eldri því stundum vilja þau ekki lifa eftir rútínu," bætir hann við. Jón Torfi segir að búast megi við rótleysið geti varað talsvert umfram þann tíma sem verkfallið stendur vegna þess tíma sem það tekur að koma reglu á daglegt líf á ný. "Fyrir sum börn skiptir þetta engu máli en fyrir þau sem á mestum aga þurfa að halda getur verið hætta á ferðum." Einhver dæmi eru um unglinga sem lifa í óreglu í verkfallinu og munu til dæmis einhverjir þeirra hafast við í húsakynnum gömlu Hraðfrystistöðvarinnar við Mýrargötu í Reykjavík. Þeir Jón Torfi og Hákon segja báðir að ákveðinn hópur unglinga sé í meiri hættu en aðrir og með honum verði að fylgjast. Of snemmt sé hins vegar að segja til um áhrif verkfallsins á þann hóp.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira