Samningar verða að nást 7. október 2004 00:01 "Ég hef ekki trú á að framtíðin verði sú að stéttarfélög sjómanna verði jafnmörg og skipin eru sjálf," segir Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Hann segir útgerðarmenn þó fylgjast vel með þróun mála í deilum samtaka sjómanna og útgerðarfélagsins Brims, vegna eignarhaldsfélagsins sem stofnað var um rekstur Sólbaks EA 7 á Akureyri. Hann segir að í samningum við áhöfn Sólbaks séu atriði sem útgerðarmenn hafi sett á oddinn í samningaviðræðum við hagsmunasamtök sjómanna. "Við höfum viljað koma á hagræði þar sem möguleikar eru til hagræðingar og að menn reyni að breyta útgerðarmynstri í takt við breytta tíma," segir Björgólfur, en bætir við að viðræður hafi gengið hægt. Hann telur að frávik frá heildarsamningum eigi allt eins að geta átt sér stað meðal sjómanna og annarra stétta. "Eitt af því sem verið hefur erfitt í samskiptum útgerðarmanna og sjómanna er að engin frávik hafa verið leyfð," segir hann og nefnir hafnarfrí sjómanna. "Nú eru túrar styttri og allt aðrar forsendur en þegar þau voru sett á." Björgólfur segir ljóst að sjómannaforystan telji samning eignarhaldsfélags Sólbaks við áhöfn skipsins ólöglegan, en leggur ekki mat á það sjálfur hvort svo kunni að vera. "Það er hins vegar ljóst að þeir sem málið snertir skrifuðu upp á samningana, allir sem einn. Svo er þetta ekkert nýtt með skiptingu aflahlutar með fækkun í áhöfn," segir hann og vísar til samnings útvegsmanna og vélstjóra um að kæmi til fækkunar vegna nýrra skipa eða tækni myndi ávinningur skiptast milli útgerðar og starfsmanna. Björgólfur leggur áherslu á að aukins sveigjanleika sé þörf í samningum útgerðar og sjómanna og bendir á óhagræðið sem til dæmis felist í að kolmunnaskip sem veiða í troll og skip sem stunda nótaveiðar skuli vera með sama fjölda í áhöfn. "Olíuverð er nú gjörsamlega að drepa útgerð kolmunnaskipa og kostnaður við olíu og laun hleypur á 80 til 90 prósentum," segir hann. Björgólfur er engu að síður vongóður um að sjómenn og útgerð nái saman. "Annað væri enda skelfileg niðurstaða og kannski upphafið að endalokunum. Ef við náum ekki að gera samninga liggur fyrir að við gerum við ekki út." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
"Ég hef ekki trú á að framtíðin verði sú að stéttarfélög sjómanna verði jafnmörg og skipin eru sjálf," segir Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Hann segir útgerðarmenn þó fylgjast vel með þróun mála í deilum samtaka sjómanna og útgerðarfélagsins Brims, vegna eignarhaldsfélagsins sem stofnað var um rekstur Sólbaks EA 7 á Akureyri. Hann segir að í samningum við áhöfn Sólbaks séu atriði sem útgerðarmenn hafi sett á oddinn í samningaviðræðum við hagsmunasamtök sjómanna. "Við höfum viljað koma á hagræði þar sem möguleikar eru til hagræðingar og að menn reyni að breyta útgerðarmynstri í takt við breytta tíma," segir Björgólfur, en bætir við að viðræður hafi gengið hægt. Hann telur að frávik frá heildarsamningum eigi allt eins að geta átt sér stað meðal sjómanna og annarra stétta. "Eitt af því sem verið hefur erfitt í samskiptum útgerðarmanna og sjómanna er að engin frávik hafa verið leyfð," segir hann og nefnir hafnarfrí sjómanna. "Nú eru túrar styttri og allt aðrar forsendur en þegar þau voru sett á." Björgólfur segir ljóst að sjómannaforystan telji samning eignarhaldsfélags Sólbaks við áhöfn skipsins ólöglegan, en leggur ekki mat á það sjálfur hvort svo kunni að vera. "Það er hins vegar ljóst að þeir sem málið snertir skrifuðu upp á samningana, allir sem einn. Svo er þetta ekkert nýtt með skiptingu aflahlutar með fækkun í áhöfn," segir hann og vísar til samnings útvegsmanna og vélstjóra um að kæmi til fækkunar vegna nýrra skipa eða tækni myndi ávinningur skiptast milli útgerðar og starfsmanna. Björgólfur leggur áherslu á að aukins sveigjanleika sé þörf í samningum útgerðar og sjómanna og bendir á óhagræðið sem til dæmis felist í að kolmunnaskip sem veiða í troll og skip sem stunda nótaveiðar skuli vera með sama fjölda í áhöfn. "Olíuverð er nú gjörsamlega að drepa útgerð kolmunnaskipa og kostnaður við olíu og laun hleypur á 80 til 90 prósentum," segir hann. Björgólfur er engu að síður vongóður um að sjómenn og útgerð nái saman. "Annað væri enda skelfileg niðurstaða og kannski upphafið að endalokunum. Ef við náum ekki að gera samninga liggur fyrir að við gerum við ekki út."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira