Gúrú 5. október 2004 00:01 Ég skrifa þessa stuttu útskýringu á hugtakinu gúrú vegna ofnotkunar og misnotkunar þess í fjölmiðlum síðastliðin ár og mánuði. Orðið gúrú er upphaflega úr sanskrít og þýðir sá sem ryður burt myrkri með ljósi eða sá sem ryður burt þoku. Gúrú er sá sem hjálpar einstaklingi að sjá hlutina skýrar. Gúrú er ekki bara kennari eins og sumir vilja halda fram. Aukin þekking skilar ekki endilega hugljómun. Sjálfskipaðir gúrúar eru í öllum tilfellum falskir. Kennari verður einungis gúrú þegar að nemandinn opnar sig algjörlega fyrir kenningum hans og upp hefst einskonar vitundarvakning. Margir nemendur geta setið og hlustað á sama kennarann en sökum þess að þeir eru misjafnlega móttækilegir sjá sumir gúrú á meðan að aðrir sjá venjulega manneskju. Aðstæður geta einnig þjónað sem gúrú ef þær hjálpa einstaklingnum við stórfellda vitundarvakningu. Þegar að nemandinn er reiðubúinn birtist gúrúinn. Notkun á orðinu gúrú í fjölmiðlum er yfirleitt á misskilningi byggð og því miður virðist orðið oft vera notað í niðrandi merkingu. Útskýring mín á hugtakinu gúrú er á engan hátt tæmandi en gefur lesendum vonandi smá innsýn. Til að forðast allan misskilning vil ég taka fram að ég lít ekki á mig sem gúrú. Ég er einungis kennari. Heilsa Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Ég skrifa þessa stuttu útskýringu á hugtakinu gúrú vegna ofnotkunar og misnotkunar þess í fjölmiðlum síðastliðin ár og mánuði. Orðið gúrú er upphaflega úr sanskrít og þýðir sá sem ryður burt myrkri með ljósi eða sá sem ryður burt þoku. Gúrú er sá sem hjálpar einstaklingi að sjá hlutina skýrar. Gúrú er ekki bara kennari eins og sumir vilja halda fram. Aukin þekking skilar ekki endilega hugljómun. Sjálfskipaðir gúrúar eru í öllum tilfellum falskir. Kennari verður einungis gúrú þegar að nemandinn opnar sig algjörlega fyrir kenningum hans og upp hefst einskonar vitundarvakning. Margir nemendur geta setið og hlustað á sama kennarann en sökum þess að þeir eru misjafnlega móttækilegir sjá sumir gúrú á meðan að aðrir sjá venjulega manneskju. Aðstæður geta einnig þjónað sem gúrú ef þær hjálpa einstaklingnum við stórfellda vitundarvakningu. Þegar að nemandinn er reiðubúinn birtist gúrúinn. Notkun á orðinu gúrú í fjölmiðlum er yfirleitt á misskilningi byggð og því miður virðist orðið oft vera notað í niðrandi merkingu. Útskýring mín á hugtakinu gúrú er á engan hátt tæmandi en gefur lesendum vonandi smá innsýn. Til að forðast allan misskilning vil ég taka fram að ég lít ekki á mig sem gúrú. Ég er einungis kennari.
Heilsa Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira