Iðnaðarstörf flytjast úr landi 3. október 2004 00:01 Sigurður Bragi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Plastprents og stjórnarmaður í Samtökum Iðnaðarins, gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir losaralega efnahagsstjórn sem komið hafi niður á starfsumhverfi iðnaðarfyrirtækja. "Núverandi ríkisstjórn hefur algjörlega misst tökin á launakostnaði hins opinbera," segir hann og telur að iðnaðurinn mæti ekki nægum skilningi yfirvalda. Sigurður bendir á að iðnaður skapi meiri atvinnu en bæði landbúnaður og sjávarútvegur til samans. "Í iðnaði starfa um 20 prósent vinnandi fólks en 10 til 12 prósent í sjávarútvegi og um 2 prósent í landbúnaði," segir hann og telur ranga gengisskráningu og launaþróun hins opinbera hafa skaðað iðnaðinn. " Við erum aðallega að missa störf úr landi vegna þess að núverandi ríkisstjórn hefur algjörlega misst tökin á þróun launakostnaðar hjá ríkinu og íslenskur iðnaður á erfitt með að keppa við launin sem þar eru í boði. Þessum gífurlega kostnaðarauka hjá hinu opinbera hefur svo verið velt yfir á fyrirtækin í landinu, hvort sem það er með tryggingagjaldi eða öðrum hætti," segir hann. Plastprent á í samningaviðræðum um kaup á verksmiðju í Litháen og verður eftir kaupin með um 80 prósenta markaðshlutdeild þar líkt og í Lettlandi, þar sem fyrirtækið á tvær verksmiðjur. Sigurður Bragi sér fram á að verkefni færist í auknum mæli út til Lettlands og Litháen næstu ár. Þar er markaður upp á 5 til 6 milljónir manna og plastpokanotkun fer ört vaxandi. "Næstu árin er áætlaður 50 prósenta vöxtur árlega á þessum markaði," segir hann. Að sögn Sigurðar er viðbúið að einhverjir tugur starfa flytjist til útlanda frá fyrirtækinu á ári hverju næstu árin. Hjá Plastprent Group starfa alls um 400 manns, þar af milli 160 og 180 hér á landi. Sigurður bendir á að margföldunaráhrif séu af því að missa störf úr landi því bak við hvert eitt starf í framleiðslu geta verið tvö til þrjú önnur störf. Hann áætlar að meðalaunatekjur starfsmanna, með launatengdum gjöldum, séu um 200 þúsund krónur. Síðustu launahækkanir segir hann þýða um þrjátíu þúsund króna kostnaðarauka á mánuði vegna hvers starfsmanns. "Sú hækkun ein er meiri en heildarlaunin úti, sem eru um 28 þúsund krónur á mánuði," bendir hann á. Kröfur um afhendingartíma gera að verkum að ekki flyst öll starfsemi til útlanda. "Kallið eftir loðnupokum getur til að mynda komið fyrirvaralaust og sjávarútvegurinn getur ekki beðið í neinar fjórar vikur eftir að þeir berist með frakt. Það verður þess vegna alltaf ákveðin vinnsla hér," segir hann. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Sigurður Bragi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Plastprents og stjórnarmaður í Samtökum Iðnaðarins, gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir losaralega efnahagsstjórn sem komið hafi niður á starfsumhverfi iðnaðarfyrirtækja. "Núverandi ríkisstjórn hefur algjörlega misst tökin á launakostnaði hins opinbera," segir hann og telur að iðnaðurinn mæti ekki nægum skilningi yfirvalda. Sigurður bendir á að iðnaður skapi meiri atvinnu en bæði landbúnaður og sjávarútvegur til samans. "Í iðnaði starfa um 20 prósent vinnandi fólks en 10 til 12 prósent í sjávarútvegi og um 2 prósent í landbúnaði," segir hann og telur ranga gengisskráningu og launaþróun hins opinbera hafa skaðað iðnaðinn. " Við erum aðallega að missa störf úr landi vegna þess að núverandi ríkisstjórn hefur algjörlega misst tökin á þróun launakostnaðar hjá ríkinu og íslenskur iðnaður á erfitt með að keppa við launin sem þar eru í boði. Þessum gífurlega kostnaðarauka hjá hinu opinbera hefur svo verið velt yfir á fyrirtækin í landinu, hvort sem það er með tryggingagjaldi eða öðrum hætti," segir hann. Plastprent á í samningaviðræðum um kaup á verksmiðju í Litháen og verður eftir kaupin með um 80 prósenta markaðshlutdeild þar líkt og í Lettlandi, þar sem fyrirtækið á tvær verksmiðjur. Sigurður Bragi sér fram á að verkefni færist í auknum mæli út til Lettlands og Litháen næstu ár. Þar er markaður upp á 5 til 6 milljónir manna og plastpokanotkun fer ört vaxandi. "Næstu árin er áætlaður 50 prósenta vöxtur árlega á þessum markaði," segir hann. Að sögn Sigurðar er viðbúið að einhverjir tugur starfa flytjist til útlanda frá fyrirtækinu á ári hverju næstu árin. Hjá Plastprent Group starfa alls um 400 manns, þar af milli 160 og 180 hér á landi. Sigurður bendir á að margföldunaráhrif séu af því að missa störf úr landi því bak við hvert eitt starf í framleiðslu geta verið tvö til þrjú önnur störf. Hann áætlar að meðalaunatekjur starfsmanna, með launatengdum gjöldum, séu um 200 þúsund krónur. Síðustu launahækkanir segir hann þýða um þrjátíu þúsund króna kostnaðarauka á mánuði vegna hvers starfsmanns. "Sú hækkun ein er meiri en heildarlaunin úti, sem eru um 28 þúsund krónur á mánuði," bendir hann á. Kröfur um afhendingartíma gera að verkum að ekki flyst öll starfsemi til útlanda. "Kallið eftir loðnupokum getur til að mynda komið fyrirvaralaust og sjávarútvegurinn getur ekki beðið í neinar fjórar vikur eftir að þeir berist með frakt. Það verður þess vegna alltaf ákveðin vinnsla hér," segir hann.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira