Innlent

Sölu Símans frestað til 2008

Þingflokkur Vinstri-grænna hefur ákveðið hver verði tíu fyrstu mál þingflokksins á komandi þingi. Þau helstu eru frumvarp til laga um breytingu á lögum um sölu ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf., breytingu á lögum um tekju- og eignaskatt og þingsályktunartillaga um gjaldfrjálsan leikskóla. Lagabreytingartillagan um sölu Landssímans snýst um frestun á sölu hlutafjár um a.m.k. fjögur ár, eða til ársins 2008. Breyting á skattalögum kjarnast um breytingu á skatthlutfalli fjármagnstekna úr 10% í 18%, ásamt 120 þúsund króna frítekjumarki á ári. Önnur mál sem Vinstri-grænir munu flytja í byrjun þingsins eru m.a. lagafrumvarp um fórnarlamba- og vitnavernd, breytingu á áfengislögum (hert löggjöf um áfengisauglýsingar), þingsályktunartillaga um friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum og tillaga um aðgang allra landsmanna að GSM-farsímakerfi.   131. löggjafarþing Alþingis verður sett á morgun.  


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×