Innlent

Leysti frá skjóðunni

Einn höfuðpauranna í höfundarréttarstuldinum, sem lögregla hóf víðtæka rannsókn á í fyrrakvöld, ákvað í gærkvöldi að leysa frá skjóðunni til að komast hjá því að verða úrskurðaður í gæsluvarðhald. Var hann þá kominn ásamt lögreglumönnum í húsakynni Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fjalla átti um kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald. Honum var því sleppt en verður yfirheyrður nánar í dag. Eftir að fréttir bárust af aðgerðum lögreglunnar í gærmorgun snarminnkaði gagnaumferð á Netinu sem tengist einstaklingum en gagnaumferð á vegum fyrirtækja var óbreytt. Myndin er af tölvum sem lagt var hald á í húsleitinni í fyrrakvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×