Völdu kennslu í stað gjaldþrots 29. september 2004 00:01 Hluti kennara í Ísaksskóla, sem er einkarekinn ,hugðust fara í verkfall ásamt grunnskólakennurum sveitarfélaganna. Þeir hættu við þegar skólastjórnendur sögðu skólann verða gjaldþrota kæmi til verkfalls þeirra. Þetta kom fram í ræðu Eiríks Jónssonar á fjölmennum fundi kennara í Reykjanesbæ og kemur fram á vef Kennarasambands Íslands. Jenný Guðrún Jónsdóttir trúnaðarmaður kennara í Ísaksskóla segir þá í upphafi hafa samþykkt að fara í verkfall með Kennarasambandinu á röngum forsendum. Þeim hafi verið tjáð að þeir væru á almennum kjarasamningi sem þeir séu ekki. Formaður Félags grunnskólakennara hafi hvatt þá til að fylgja félagsmönnum. "Svo kemur í ljós viku fyrir verkfall að við erum á sérsamningi. Við semjum við skólanefnd Ísaksskóla um okkar kjör," segir Jenný. Verkfalli hafi því aðeins verið frestað. Til þess geti komið 15. október. Jenný segir forystu Kennarasambandsins hafa lítinn áhuga á stöðu kennara við Ísaksskóla: "Við upplifum það hreint út að þeir séu svekktir yfir að geta ekki notað okkur sem vog á lóðarskálar hins almenna kennara." Jenný segir að kennararnir sjái þeim betur borgið með þeirri leið að fresta verkfallinu. "Fólk sem stendur í samningaviðræðum veit að það er ekki klókt að semja fyrstur. Á þeirri forsendu frestum við okkar verkfalli," segir Jenný. Enginn í forystu Kennarasambandsins hafi spurt um ástæðu frestsins. Niðurstaða þeirra sé full dramatísk. Eiríkur greindi frá því á fundinum að skólinn hefði ekki skilað vörslufé til Kennarasambandsins svo sem iðgjöldum í lífeyrissjóð og félagsgjöld sem þegar hefðu verið dregin af launum kennaranna. Jenný segir slæmt að Kennarasambandið blandi bágri fjárhagsstöðu einkaskóla saman við ástæðu þess að verkfalli kennaranna hafi verið frestað: "Það ríkir sátt milli starfsfólks og skólanefndar Ísaksskóla. Við trúum og treystum að verið sé að kippa málunum í liðinn." Undir það tekur Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri Ísaksskóla. Hún segir töluvert þurfa að ganga á svo skólinn verði gjalþrota: "Við erum mjög fjarri gjaldþroti." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Hluti kennara í Ísaksskóla, sem er einkarekinn ,hugðust fara í verkfall ásamt grunnskólakennurum sveitarfélaganna. Þeir hættu við þegar skólastjórnendur sögðu skólann verða gjaldþrota kæmi til verkfalls þeirra. Þetta kom fram í ræðu Eiríks Jónssonar á fjölmennum fundi kennara í Reykjanesbæ og kemur fram á vef Kennarasambands Íslands. Jenný Guðrún Jónsdóttir trúnaðarmaður kennara í Ísaksskóla segir þá í upphafi hafa samþykkt að fara í verkfall með Kennarasambandinu á röngum forsendum. Þeim hafi verið tjáð að þeir væru á almennum kjarasamningi sem þeir séu ekki. Formaður Félags grunnskólakennara hafi hvatt þá til að fylgja félagsmönnum. "Svo kemur í ljós viku fyrir verkfall að við erum á sérsamningi. Við semjum við skólanefnd Ísaksskóla um okkar kjör," segir Jenný. Verkfalli hafi því aðeins verið frestað. Til þess geti komið 15. október. Jenný segir forystu Kennarasambandsins hafa lítinn áhuga á stöðu kennara við Ísaksskóla: "Við upplifum það hreint út að þeir séu svekktir yfir að geta ekki notað okkur sem vog á lóðarskálar hins almenna kennara." Jenný segir að kennararnir sjái þeim betur borgið með þeirri leið að fresta verkfallinu. "Fólk sem stendur í samningaviðræðum veit að það er ekki klókt að semja fyrstur. Á þeirri forsendu frestum við okkar verkfalli," segir Jenný. Enginn í forystu Kennarasambandsins hafi spurt um ástæðu frestsins. Niðurstaða þeirra sé full dramatísk. Eiríkur greindi frá því á fundinum að skólinn hefði ekki skilað vörslufé til Kennarasambandsins svo sem iðgjöldum í lífeyrissjóð og félagsgjöld sem þegar hefðu verið dregin af launum kennaranna. Jenný segir slæmt að Kennarasambandið blandi bágri fjárhagsstöðu einkaskóla saman við ástæðu þess að verkfalli kennaranna hafi verið frestað: "Það ríkir sátt milli starfsfólks og skólanefndar Ísaksskóla. Við trúum og treystum að verið sé að kippa málunum í liðinn." Undir það tekur Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri Ísaksskóla. Hún segir töluvert þurfa að ganga á svo skólinn verði gjalþrota: "Við erum mjög fjarri gjaldþroti."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira