Boltar í stað stóla 28. september 2004 00:01 Æfingaboltar rúlla nú um líkamsræktarstöðvarnar enda nýjasta æðið í heimi heilsuræktar. Krisztina G. Agueda er menntaður íþróttakennari og hefur réttindi til Fit-ball kennslu og þjálfunar, en Fit-ball eru æfingaboltar sem koma frá Ítalíu þar sem heilt æfingakerfi hefur verið smíðað í kringum þá. "Með notkun Fit-ball í æfingum er dregið úr spennu í líkamanum þar sem líkamsþyngdin er studd af boltanum og getur komið í veg fyrir meiðsl á liðamótum, þar sem boltinn hjálpar til við að draga úr álagi á liðamót í æfingum," segir Krisztina sem sjálf notar boltann daglega og hefur meira að segja skipt út stólum á heimili sínu fyrir bolta. "Við sitjum á boltunum heima hjá mér og það er svo miklu betra fyrir skrokkinn en að sitja á stól," segir Krisztina sem vaggar barni sínu í svefn á meðan hún situr sjálf á boltanum. "Allir geta notað þessa bolta og henta sérstaklega vel fyrir þá sem eiga við einhver vandamál að stríða, en einnig ófrískar konur og börn," segir Krisztina. Mikilvægt segir hún þó vera að læra að nota boltann rétt og skiptir máli að sækja tíma til kennara sem hafa réttindi til kennslu, en sjálf stendur hún fyrir námskeiðum fyrir kennara og sjúkraþjálfara. Boltarnir eru ekki dýrir en þeir kosta á bilinu 2.000 til 3.000 krónur og fást í flestum íþróttavöruverslunum. "Þeir kosta mun minna en venjulegur stóll og eru mun betri,"segir Krisztina. Heilsa Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Æfingaboltar rúlla nú um líkamsræktarstöðvarnar enda nýjasta æðið í heimi heilsuræktar. Krisztina G. Agueda er menntaður íþróttakennari og hefur réttindi til Fit-ball kennslu og þjálfunar, en Fit-ball eru æfingaboltar sem koma frá Ítalíu þar sem heilt æfingakerfi hefur verið smíðað í kringum þá. "Með notkun Fit-ball í æfingum er dregið úr spennu í líkamanum þar sem líkamsþyngdin er studd af boltanum og getur komið í veg fyrir meiðsl á liðamótum, þar sem boltinn hjálpar til við að draga úr álagi á liðamót í æfingum," segir Krisztina sem sjálf notar boltann daglega og hefur meira að segja skipt út stólum á heimili sínu fyrir bolta. "Við sitjum á boltunum heima hjá mér og það er svo miklu betra fyrir skrokkinn en að sitja á stól," segir Krisztina sem vaggar barni sínu í svefn á meðan hún situr sjálf á boltanum. "Allir geta notað þessa bolta og henta sérstaklega vel fyrir þá sem eiga við einhver vandamál að stríða, en einnig ófrískar konur og börn," segir Krisztina. Mikilvægt segir hún þó vera að læra að nota boltann rétt og skiptir máli að sækja tíma til kennara sem hafa réttindi til kennslu, en sjálf stendur hún fyrir námskeiðum fyrir kennara og sjúkraþjálfara. Boltarnir eru ekki dýrir en þeir kosta á bilinu 2.000 til 3.000 krónur og fást í flestum íþróttavöruverslunum. "Þeir kosta mun minna en venjulegur stóll og eru mun betri,"segir Krisztina.
Heilsa Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira