Enginn varanlegur skaði 26. september 2004 00:01 Þrátt fyrir mikla röskun í lífi fatlaðra barna í verkfalli kennara er ólíklegt að það valdi þeim varanlegum skaða og að þeim fari aftur, segir Gyða Haraldsdóttir barnasálfræðingur og sviðsstjóri á Miðstöð heilsuverndar barna. Hún segir það geta tekið börnin daga, jafnvel vikur að ná fyrra öryggi sem í lífi þeirra var fyrir verkfallið. Gerður Aagot Árnadóttir, formaður Foreldra- og styrktarfélags Öskjuhlíðarskóla og móðir 11 ára drengs í skólanum, segir stöðu fjölskyldna fatlaðra barna vonlausa til lengri tíma. "Vikan er búin að vera erfið og við finnum það á krökkunum. Þau eru orðin ör og þola illa þennan þvæling milli staða." Hún segir son sinn þurfa aðhald og vitneskju um að hverju hann gangi. Hann eigi ekki vini nema þá sem hann hitti í skólanum. Hann þurfi að komast í sitt fasta form. Gyða segir óheppileg áhrif verkfalls kennara verða meiri eftir því sem það teygist á langinn: "Yfir heildina kemur svona röskun verr við fötluð börn en heilbrigð. Bæði af því að þau þola verr röskun á daglegum venjum og líka að þau meiga síður við að missa af þeirri kennslu og þálfun sem þau þurfa að fá." Gyða segir verkfallið ekki aðeins snúa að börnunum sjálfum heldur ekki síður fjölskyldulífi þeirra. Gerður segir málflutning kennara um stöðu fatlaðra barna undarlegan. Hún hafi trúað því að undanþága fengist svo börnin gætu sótt skóla: "Það eru kennararnir sem vinna mikið með fötluðu börnunum sem þetta segja. Þetta eru sömu kennararnir og berjast fyrir bættum kjörum vegna þess að vinna þeirra sé svo erfið, vegna þess að það sé svo mikið að börnum með sérþarfir og vegna þess að þeir þurfi að eyða svo miklum tíma í undirbúning. Á sama tíma segja þeir að það sé enginn munur á börnunum. Það er okkur foreldrum fatlaðra barna óskiljanlegt. Við höfum ekkert val. Okkur er stillt upp við vegg. Verkfallið bitnar á börnunum okkar og á öllu fjölskyldulífinu. Það er hart að þurfa að vera í þeirri stöðu." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Þrátt fyrir mikla röskun í lífi fatlaðra barna í verkfalli kennara er ólíklegt að það valdi þeim varanlegum skaða og að þeim fari aftur, segir Gyða Haraldsdóttir barnasálfræðingur og sviðsstjóri á Miðstöð heilsuverndar barna. Hún segir það geta tekið börnin daga, jafnvel vikur að ná fyrra öryggi sem í lífi þeirra var fyrir verkfallið. Gerður Aagot Árnadóttir, formaður Foreldra- og styrktarfélags Öskjuhlíðarskóla og móðir 11 ára drengs í skólanum, segir stöðu fjölskyldna fatlaðra barna vonlausa til lengri tíma. "Vikan er búin að vera erfið og við finnum það á krökkunum. Þau eru orðin ör og þola illa þennan þvæling milli staða." Hún segir son sinn þurfa aðhald og vitneskju um að hverju hann gangi. Hann eigi ekki vini nema þá sem hann hitti í skólanum. Hann þurfi að komast í sitt fasta form. Gyða segir óheppileg áhrif verkfalls kennara verða meiri eftir því sem það teygist á langinn: "Yfir heildina kemur svona röskun verr við fötluð börn en heilbrigð. Bæði af því að þau þola verr röskun á daglegum venjum og líka að þau meiga síður við að missa af þeirri kennslu og þálfun sem þau þurfa að fá." Gyða segir verkfallið ekki aðeins snúa að börnunum sjálfum heldur ekki síður fjölskyldulífi þeirra. Gerður segir málflutning kennara um stöðu fatlaðra barna undarlegan. Hún hafi trúað því að undanþága fengist svo börnin gætu sótt skóla: "Það eru kennararnir sem vinna mikið með fötluðu börnunum sem þetta segja. Þetta eru sömu kennararnir og berjast fyrir bættum kjörum vegna þess að vinna þeirra sé svo erfið, vegna þess að það sé svo mikið að börnum með sérþarfir og vegna þess að þeir þurfi að eyða svo miklum tíma í undirbúning. Á sama tíma segja þeir að það sé enginn munur á börnunum. Það er okkur foreldrum fatlaðra barna óskiljanlegt. Við höfum ekkert val. Okkur er stillt upp við vegg. Verkfallið bitnar á börnunum okkar og á öllu fjölskyldulífinu. Það er hart að þurfa að vera í þeirri stöðu."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira