Innlent

Fjórði bekkur í samræmd próf?

Óvissa er um samræmd próf fjórða bekkjar í 180 grunnskólum sveitarfélaganna. Prófa á börnin í stærðfræði og íslensku dagana 10. og 12. október. Sigfús Grétarsson, formaður samninganefndar Skólastjórafélagsins í kjaraviðræðum við sveitarfélögin, segir að sjá verði til með framkvæmd prófanna þegar samningar náist. Hann segir prófin ætluð til að leiðbeina skólum um stöðu sinna nemenda. "Það getur því verið að prófin verði haldin ef samningar nást fyrir þann tíma því allir grunnskólanemendur eru undir sömu sök seldir."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×