Innlent

Þjóðfélagið fer á annan endann

Formaður menntamálanefndar Alþingis óttast að þjóðfélagið fari á annan endann, verði kennaraverkfallið langvinnt. Hann telur að verðbólga aukist og kaupmáttur hrapi, verði deilan ekki leyst í bráð. Félagsmálaráðherra vill ekki að ríkið komi að deilunni. Gunnar Ingi Birgisson, formaður menntamálanefndar, vonast til þess að deilendur í kjaradeilu grunnskólakennara nái saman á skynsamlegum nótum, en telur útlitið svart. Hann segir að kennarar noti verkfallsvopnið til þess að knýja á um að fá meiri kjarabætur en aðrir í samfélaginu. Það finnst honum mjög óábyrgt og segir að betra sé að taka tvö til þrjú skref að markinu heldur en að taka þetta í einu skrefi. Þá fari allt upp í loft, verðbólga aukist og kaupmáttur hrapi.   Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir það hlutverk kennara og viðsemjenda þeirra að leysa málið og honum hugnast ekki að ríkið grípi til lagasetningar, jafnvel þótt stefndi í að verkfallið yrði í einhverja mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×