Menning

Hundar geta greint krabbamein

Komið hefur í ljós að hundar geta greint krabbamein í mannfólki. Svo virðist sem sérstök lykt stafi af krabbameini og hundarnir geta greint þessa lykt þótt krabbameinið sé tiltölulega nýkomið af stað. Tilraun hefur verið gerð með nokkrar mismunandi hundategundir á sjúkrahúsi í Bretlandi þar sem þeir voru sérstaklega þjálfaðir í að greina blöðruhálskrabbamein. Hundarnir voru látnir þefa af þvagsýnum og tókst í tæplega helmingi tilvika að greina þvagsýni krabbameinssjúklinga. Í einu tilviki greindu hundarnir meira að segja nýrnakrabbamein í manni sem ekki var vitað að væri með krabbamein.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×