Kann að flýta þróun vetnisbílsins 23. september 2004 00:01 Um áttatíu manns frá tuttugu löndum sitja fund framkvæmdanefndar um vetnisvæðingu, IPHE, sem fer fram í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík og lýkur í dag. Fimmtán þjóðir hófu verkefnið í nóvember í fyrra en fleiri þjóðir hafa sýnt áhuga á þátttöku og á fundinum verður fjallað um umsóknir fimm landa. Ísland og Þýskaland eru í forystu framkvæmdanefndarinnar og Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor er annar formanna hennar. Hann segir að tvö mál hafi verið til umræðu á fundinum. Í fyrsta lagi menntun á sviði vetnisþróunar og í öðru lagi vetnisverkefni víða um heim, meðal annars strætisvagnaverkefnið í Reykjavík. ,,Við förum yfir þann árangur sem náðst hefur. Við finnum fyrir miklum þrýstingi á að árangur náist, enda sjá menn að olían verður senn á þrotum. Þá þarf að finna eitthvað til að taka við og við teljum að það sé vetni." Hann segir fundinn í Reykjavík eigi eftir að verða til margra hluta nytsamur. ,,Þjóðirnar íhuga til dæmis að taka sig saman um fjárfestingu í stórum vetnisbílaflota. Það myndi hraða þróun vetnisbílsins." Vetni hefur verið gagnrýnt af ýmsum umhverfisverndarsinnum sem benda á að það sé oftast búið til úr óhreinum orkugjöfum. Þorsteinn segir að Íslendingar njóti sérstöðu með því að geta búið til vetni úr endurnýjanlegri orku. Hins vegar standi Ástralir, til að mynda, frammi fyrir allt annari stöðu sem fram kom á fundinum. ,,Þeir búa á kolafjalli sem getur nýst þeim í hundrað ár. Framleiðslan er því ekki umhverfisvæn, en hins vegar er afurðin það. Það er stóra breytingin. Kíló af vetni ber með sér þrisvar sinnum meiri orku en kíló af bensíni og það myndast engin mengun við notkun þess, einungis gufa." Þorsteinn segist búast við að margar þjóðir auki kjarnorkuframleiðslu sína til að framleiða vetni sem yrði síðan flutt á sölustaði með tankbílum eða pípum. Aðspurður um möguleika á útflutningi á vetni héðan segir Þorsteinn að ef við nýttum allar orkulindir okkar til að framleiða vetni þá dygði það til að skaffa landi eins og Danmörku orku. Hann segist ekki hafa mikla trú á að úr því verði, en hann hefur heyrt rætt um það að Grænlendingar virki fallvötn landsins og flytji vetni til Danmerkur á tankskipum. Þorsteinn segir að hann og Bragi Árnason við Háskóla Íslands hafi um aldamótin gert sér í hugarlund að það tæki fimmtíu ár að vetnisvæða Ísland. ,,Það hefur ekkert breyst í þeim efnum. Mörgum þótti við vera svartsýnir en það hefur sýnt sig að það tekur mannkynið tvær kynslóðir að skipta um orkukerfi." Hann segist ekki sjá ástæðu til að nota vetni hér á landi nema til samgangna. ,,Það eru bílarnir sem blása um þriðjungi af gróðurhúsalofttegundunum út í andrúmsloftið og skipin öðrum þriðjungi. Ef við vetnisvæðum þetta þá verður níutíu prósent af orkunotkun Íslendinga endurnýjanleg. Það yrði einstakt." Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Um áttatíu manns frá tuttugu löndum sitja fund framkvæmdanefndar um vetnisvæðingu, IPHE, sem fer fram í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík og lýkur í dag. Fimmtán þjóðir hófu verkefnið í nóvember í fyrra en fleiri þjóðir hafa sýnt áhuga á þátttöku og á fundinum verður fjallað um umsóknir fimm landa. Ísland og Þýskaland eru í forystu framkvæmdanefndarinnar og Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor er annar formanna hennar. Hann segir að tvö mál hafi verið til umræðu á fundinum. Í fyrsta lagi menntun á sviði vetnisþróunar og í öðru lagi vetnisverkefni víða um heim, meðal annars strætisvagnaverkefnið í Reykjavík. ,,Við förum yfir þann árangur sem náðst hefur. Við finnum fyrir miklum þrýstingi á að árangur náist, enda sjá menn að olían verður senn á þrotum. Þá þarf að finna eitthvað til að taka við og við teljum að það sé vetni." Hann segir fundinn í Reykjavík eigi eftir að verða til margra hluta nytsamur. ,,Þjóðirnar íhuga til dæmis að taka sig saman um fjárfestingu í stórum vetnisbílaflota. Það myndi hraða þróun vetnisbílsins." Vetni hefur verið gagnrýnt af ýmsum umhverfisverndarsinnum sem benda á að það sé oftast búið til úr óhreinum orkugjöfum. Þorsteinn segir að Íslendingar njóti sérstöðu með því að geta búið til vetni úr endurnýjanlegri orku. Hins vegar standi Ástralir, til að mynda, frammi fyrir allt annari stöðu sem fram kom á fundinum. ,,Þeir búa á kolafjalli sem getur nýst þeim í hundrað ár. Framleiðslan er því ekki umhverfisvæn, en hins vegar er afurðin það. Það er stóra breytingin. Kíló af vetni ber með sér þrisvar sinnum meiri orku en kíló af bensíni og það myndast engin mengun við notkun þess, einungis gufa." Þorsteinn segist búast við að margar þjóðir auki kjarnorkuframleiðslu sína til að framleiða vetni sem yrði síðan flutt á sölustaði með tankbílum eða pípum. Aðspurður um möguleika á útflutningi á vetni héðan segir Þorsteinn að ef við nýttum allar orkulindir okkar til að framleiða vetni þá dygði það til að skaffa landi eins og Danmörku orku. Hann segist ekki hafa mikla trú á að úr því verði, en hann hefur heyrt rætt um það að Grænlendingar virki fallvötn landsins og flytji vetni til Danmerkur á tankskipum. Þorsteinn segir að hann og Bragi Árnason við Háskóla Íslands hafi um aldamótin gert sér í hugarlund að það tæki fimmtíu ár að vetnisvæða Ísland. ,,Það hefur ekkert breyst í þeim efnum. Mörgum þótti við vera svartsýnir en það hefur sýnt sig að það tekur mannkynið tvær kynslóðir að skipta um orkukerfi." Hann segist ekki sjá ástæðu til að nota vetni hér á landi nema til samgangna. ,,Það eru bílarnir sem blása um þriðjungi af gróðurhúsalofttegundunum út í andrúmsloftið og skipin öðrum þriðjungi. Ef við vetnisvæðum þetta þá verður níutíu prósent af orkunotkun Íslendinga endurnýjanleg. Það yrði einstakt."
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira