Kann að flýta þróun vetnisbílsins 23. september 2004 00:01 Um áttatíu manns frá tuttugu löndum sitja fund framkvæmdanefndar um vetnisvæðingu, IPHE, sem fer fram í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík og lýkur í dag. Fimmtán þjóðir hófu verkefnið í nóvember í fyrra en fleiri þjóðir hafa sýnt áhuga á þátttöku og á fundinum verður fjallað um umsóknir fimm landa. Ísland og Þýskaland eru í forystu framkvæmdanefndarinnar og Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor er annar formanna hennar. Hann segir að tvö mál hafi verið til umræðu á fundinum. Í fyrsta lagi menntun á sviði vetnisþróunar og í öðru lagi vetnisverkefni víða um heim, meðal annars strætisvagnaverkefnið í Reykjavík. ,,Við förum yfir þann árangur sem náðst hefur. Við finnum fyrir miklum þrýstingi á að árangur náist, enda sjá menn að olían verður senn á þrotum. Þá þarf að finna eitthvað til að taka við og við teljum að það sé vetni." Hann segir fundinn í Reykjavík eigi eftir að verða til margra hluta nytsamur. ,,Þjóðirnar íhuga til dæmis að taka sig saman um fjárfestingu í stórum vetnisbílaflota. Það myndi hraða þróun vetnisbílsins." Vetni hefur verið gagnrýnt af ýmsum umhverfisverndarsinnum sem benda á að það sé oftast búið til úr óhreinum orkugjöfum. Þorsteinn segir að Íslendingar njóti sérstöðu með því að geta búið til vetni úr endurnýjanlegri orku. Hins vegar standi Ástralir, til að mynda, frammi fyrir allt annari stöðu sem fram kom á fundinum. ,,Þeir búa á kolafjalli sem getur nýst þeim í hundrað ár. Framleiðslan er því ekki umhverfisvæn, en hins vegar er afurðin það. Það er stóra breytingin. Kíló af vetni ber með sér þrisvar sinnum meiri orku en kíló af bensíni og það myndast engin mengun við notkun þess, einungis gufa." Þorsteinn segist búast við að margar þjóðir auki kjarnorkuframleiðslu sína til að framleiða vetni sem yrði síðan flutt á sölustaði með tankbílum eða pípum. Aðspurður um möguleika á útflutningi á vetni héðan segir Þorsteinn að ef við nýttum allar orkulindir okkar til að framleiða vetni þá dygði það til að skaffa landi eins og Danmörku orku. Hann segist ekki hafa mikla trú á að úr því verði, en hann hefur heyrt rætt um það að Grænlendingar virki fallvötn landsins og flytji vetni til Danmerkur á tankskipum. Þorsteinn segir að hann og Bragi Árnason við Háskóla Íslands hafi um aldamótin gert sér í hugarlund að það tæki fimmtíu ár að vetnisvæða Ísland. ,,Það hefur ekkert breyst í þeim efnum. Mörgum þótti við vera svartsýnir en það hefur sýnt sig að það tekur mannkynið tvær kynslóðir að skipta um orkukerfi." Hann segist ekki sjá ástæðu til að nota vetni hér á landi nema til samgangna. ,,Það eru bílarnir sem blása um þriðjungi af gróðurhúsalofttegundunum út í andrúmsloftið og skipin öðrum þriðjungi. Ef við vetnisvæðum þetta þá verður níutíu prósent af orkunotkun Íslendinga endurnýjanleg. Það yrði einstakt." Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Um áttatíu manns frá tuttugu löndum sitja fund framkvæmdanefndar um vetnisvæðingu, IPHE, sem fer fram í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík og lýkur í dag. Fimmtán þjóðir hófu verkefnið í nóvember í fyrra en fleiri þjóðir hafa sýnt áhuga á þátttöku og á fundinum verður fjallað um umsóknir fimm landa. Ísland og Þýskaland eru í forystu framkvæmdanefndarinnar og Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor er annar formanna hennar. Hann segir að tvö mál hafi verið til umræðu á fundinum. Í fyrsta lagi menntun á sviði vetnisþróunar og í öðru lagi vetnisverkefni víða um heim, meðal annars strætisvagnaverkefnið í Reykjavík. ,,Við förum yfir þann árangur sem náðst hefur. Við finnum fyrir miklum þrýstingi á að árangur náist, enda sjá menn að olían verður senn á þrotum. Þá þarf að finna eitthvað til að taka við og við teljum að það sé vetni." Hann segir fundinn í Reykjavík eigi eftir að verða til margra hluta nytsamur. ,,Þjóðirnar íhuga til dæmis að taka sig saman um fjárfestingu í stórum vetnisbílaflota. Það myndi hraða þróun vetnisbílsins." Vetni hefur verið gagnrýnt af ýmsum umhverfisverndarsinnum sem benda á að það sé oftast búið til úr óhreinum orkugjöfum. Þorsteinn segir að Íslendingar njóti sérstöðu með því að geta búið til vetni úr endurnýjanlegri orku. Hins vegar standi Ástralir, til að mynda, frammi fyrir allt annari stöðu sem fram kom á fundinum. ,,Þeir búa á kolafjalli sem getur nýst þeim í hundrað ár. Framleiðslan er því ekki umhverfisvæn, en hins vegar er afurðin það. Það er stóra breytingin. Kíló af vetni ber með sér þrisvar sinnum meiri orku en kíló af bensíni og það myndast engin mengun við notkun þess, einungis gufa." Þorsteinn segist búast við að margar þjóðir auki kjarnorkuframleiðslu sína til að framleiða vetni sem yrði síðan flutt á sölustaði með tankbílum eða pípum. Aðspurður um möguleika á útflutningi á vetni héðan segir Þorsteinn að ef við nýttum allar orkulindir okkar til að framleiða vetni þá dygði það til að skaffa landi eins og Danmörku orku. Hann segist ekki hafa mikla trú á að úr því verði, en hann hefur heyrt rætt um það að Grænlendingar virki fallvötn landsins og flytji vetni til Danmerkur á tankskipum. Þorsteinn segir að hann og Bragi Árnason við Háskóla Íslands hafi um aldamótin gert sér í hugarlund að það tæki fimmtíu ár að vetnisvæða Ísland. ,,Það hefur ekkert breyst í þeim efnum. Mörgum þótti við vera svartsýnir en það hefur sýnt sig að það tekur mannkynið tvær kynslóðir að skipta um orkukerfi." Hann segist ekki sjá ástæðu til að nota vetni hér á landi nema til samgangna. ,,Það eru bílarnir sem blása um þriðjungi af gróðurhúsalofttegundunum út í andrúmsloftið og skipin öðrum þriðjungi. Ef við vetnisvæðum þetta þá verður níutíu prósent af orkunotkun Íslendinga endurnýjanleg. Það yrði einstakt."
Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira