Innlent

Aðför að kjörum og samtakamætti

Sú aðgerð Brims að stofna sérstaka útgerð um rekstur togarans Sólbaks og gera áhöfninni að vera utan stéttarfélaga er aðför að skipulögðum vinnumarkaði og umsömdum lágmarkskjörum segir í ályktun miðstjórnar Alþýðusambands Íslands sem fundaði um málið í gær. "Það er rétt að árétta að um þessa ályktun var algjör samstaða," sagði Grétar Þorsteinsson, formaður ASÍ. "Við höfum ríka ástæðu til að ætla að menn hafi staðið undir því að annað hvort skrifa undir samninga eða taka pokann sinn," segir Grétar og telur það hvergi nærri ásættanlegt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×