Vantar fólk og matvöruverslun 22. september 2004 00:01 Akureyringar eru sammála um að miðbæ bæjarins hafi hnignað á síðustu árum og rennur það til rifja. Miðbærinn þykir almennt óaðlaðandi, skuggsæll og vindasamur en þróuninni má snúa við. Þetta er meðal þess sem fram kom á íbúaþingi um miðbæinn sem haldið var á laugardag en niðurstöðurnar voru kynntar í gærkvöldi. Forsendur þess að þjónusta og mannlíf eflist í miðbænum á ný eru íbúar og matvöruverslun. Skjól og gróður eru líka nauðsyn. Umdeilt er hversu háar byggingar má reisa í miðbænum en meirihlutinn telur rétt að fara varlega í að raska bæjarmynd Akureyrar með miklu hærri húsum en þeim sem fyrir eru. Þá telja bæjarbúar fýsilegt að koma á fót bryggjuhverfi á Oddeyrartanga og tengja þannig Strandgötuna miðbænum enn frekar en nú er. Akureyrarvöllur hefur lengi verið bitbein bæjarbúa, sumir vilja að þar verði áfram leikin knattspyrna en aðrir vilja leggja völlinn undir blómlegri starfsemi sem nýtist fleirum en íþróttaunnendum. Fram komu hugmyndir um að byggja verslanir og íbúðir á vallarsvæðinu en einnig að það verði áfram grænt og jafnvel breytt í fjölskyldugarð. Niðurstöðurnar verða nýttar sem grunnur í keppnislýsingu vegna alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um nýjan miðbæ. Ráðgjafarfyrirtækið Alta annaðist framkvæmd þingsins og segir Sigurborg Kr. Hannesdóttir að vel hafi tekist til. "Þátttakendur í samkeppninni fá í hendur lýsingu á hugmyndum og vilja Akureyringa og þurfa að vinna út frá þeim." Því er tryggt að óskir heimamanna um framtíð miðbæjarins verða virtar. Eins og gengur voru hugmyndirnar misjafnar og meðal annars var stungið upp á að skíðabrekku verði komið fyrir í Skátagilinu og að sporvagn gangi upp og niður Listagilið. Óvíst er hvort af þessu verður. Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ og forsprakki verkefnisins Akureyri í öndvegi, er afar ánægður með afraksturinn og segir hann ríma ágætlega við áform frumkvöðlanna. "Við erum að þessu til að efla miðbæinn og það er greinilegt að Akureyringar eru sammála okkur um að ráðast í talsverðar framkvæmdir á svæðinu, mannlífinu til framdráttar." Innan tveggja mánaða er áformað að alþjóðleg hugmyndasamkeppni arkitekta hefjist og er stefnt að því að tillögur þeirra verði sýndar á sumardaginn fyrsta á næsta ári. "Nú fara arkitektarnir af stað og búa eitthvað til úr óskum Akureyringa." Ragnar reiknar með að um fimmtíu arkitektastofur um allan heim taki þátt í samkeppninni og hlakkar til að sjá hugmyndir þeirra ekki síður en að hefjast handa við uppbygginguna þegar þar að kemur. Fréttir Innlent Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Akureyringar eru sammála um að miðbæ bæjarins hafi hnignað á síðustu árum og rennur það til rifja. Miðbærinn þykir almennt óaðlaðandi, skuggsæll og vindasamur en þróuninni má snúa við. Þetta er meðal þess sem fram kom á íbúaþingi um miðbæinn sem haldið var á laugardag en niðurstöðurnar voru kynntar í gærkvöldi. Forsendur þess að þjónusta og mannlíf eflist í miðbænum á ný eru íbúar og matvöruverslun. Skjól og gróður eru líka nauðsyn. Umdeilt er hversu háar byggingar má reisa í miðbænum en meirihlutinn telur rétt að fara varlega í að raska bæjarmynd Akureyrar með miklu hærri húsum en þeim sem fyrir eru. Þá telja bæjarbúar fýsilegt að koma á fót bryggjuhverfi á Oddeyrartanga og tengja þannig Strandgötuna miðbænum enn frekar en nú er. Akureyrarvöllur hefur lengi verið bitbein bæjarbúa, sumir vilja að þar verði áfram leikin knattspyrna en aðrir vilja leggja völlinn undir blómlegri starfsemi sem nýtist fleirum en íþróttaunnendum. Fram komu hugmyndir um að byggja verslanir og íbúðir á vallarsvæðinu en einnig að það verði áfram grænt og jafnvel breytt í fjölskyldugarð. Niðurstöðurnar verða nýttar sem grunnur í keppnislýsingu vegna alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um nýjan miðbæ. Ráðgjafarfyrirtækið Alta annaðist framkvæmd þingsins og segir Sigurborg Kr. Hannesdóttir að vel hafi tekist til. "Þátttakendur í samkeppninni fá í hendur lýsingu á hugmyndum og vilja Akureyringa og þurfa að vinna út frá þeim." Því er tryggt að óskir heimamanna um framtíð miðbæjarins verða virtar. Eins og gengur voru hugmyndirnar misjafnar og meðal annars var stungið upp á að skíðabrekku verði komið fyrir í Skátagilinu og að sporvagn gangi upp og niður Listagilið. Óvíst er hvort af þessu verður. Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ og forsprakki verkefnisins Akureyri í öndvegi, er afar ánægður með afraksturinn og segir hann ríma ágætlega við áform frumkvöðlanna. "Við erum að þessu til að efla miðbæinn og það er greinilegt að Akureyringar eru sammála okkur um að ráðast í talsverðar framkvæmdir á svæðinu, mannlífinu til framdráttar." Innan tveggja mánaða er áformað að alþjóðleg hugmyndasamkeppni arkitekta hefjist og er stefnt að því að tillögur þeirra verði sýndar á sumardaginn fyrsta á næsta ári. "Nú fara arkitektarnir af stað og búa eitthvað til úr óskum Akureyringa." Ragnar reiknar með að um fimmtíu arkitektastofur um allan heim taki þátt í samkeppninni og hlakkar til að sjá hugmyndir þeirra ekki síður en að hefjast handa við uppbygginguna þegar þar að kemur.
Fréttir Innlent Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira