Þorgerður útilokar ekki inngrip 22. september 2004 00:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki að stjórnvöld grípi inn í deilu kennara. "Ég mun ekki beita mér neitt í deilu kennara og sveitarfélaganna; alla vega ekki í bili," sagði Þorgerður eftir fund með fulltrúum svæðasamtaka og landssamtaka foreldra í ráðuneytinu í gær. Þorgerður segir ekki tímabært að segja til hvaða aðgerða hún gripi. "Það eru ákveðnar leiðir í stöðunni sem hægt væri að fara. Algerlega ótímabært er að ræða þær," segir Þorgerður Katrín. Hún gaf ekki upp hvenær tímabært væri að grípa inn í deilu kennara og sveitarfélaganna. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, vinnumarkaðsfæðingur og lekor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir það neyðarúrræði grípi stjórnvöld til aðgerða vegna verkfalls kennara. Sú leið sem stjórnvöldum sé fær til að stöðva verkfallið sé setning bráðabirgðalaga. "Verkfallinu er þá aflýst og starfsmenn hverfa aftur til starfa," segir Gylfi. Deilan standi eftir óleyst og líklegast í mikilli óþökk verkalýðshreyfinga. Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK, mætti á fund menntamálaráðherra í gær til að benda á ósanngirni þess að verkfall kennara bitnaði á börnum en ekki vinnuveitendum. "Þorgerður er yfirmaður menntamála í landinu. Ég er persónulega á þeirri skoðun að hún þurfi að axla þá ábyrgð og grípa inní deilu sveitarfélaga og kennara á einhvern hátt," sagði Bergþóra og bætti við: "Það er á ábyrgð menntamálaráðuneytisins að börnin fái þá menntun sem þau eiga heimtingu á samkvæmt lögum. Ég get ekki séð að ráðuneytið geti þvegið hendur sína að því." Elín Thorarensen, stjórnarmaður Heimilis og skóla - Landssamtaks foreldra, sat einnig fundinn. Hún segir óábyrgt af sveitarfélögum og kennurum að fara í verkfall: "Þeir eru búnir að hafa sex mánuði til að leysa deiluna. Að sjálfsögðu áttu þeir að vera búnir að því áður en verkfall skall á." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki að stjórnvöld grípi inn í deilu kennara. "Ég mun ekki beita mér neitt í deilu kennara og sveitarfélaganna; alla vega ekki í bili," sagði Þorgerður eftir fund með fulltrúum svæðasamtaka og landssamtaka foreldra í ráðuneytinu í gær. Þorgerður segir ekki tímabært að segja til hvaða aðgerða hún gripi. "Það eru ákveðnar leiðir í stöðunni sem hægt væri að fara. Algerlega ótímabært er að ræða þær," segir Þorgerður Katrín. Hún gaf ekki upp hvenær tímabært væri að grípa inn í deilu kennara og sveitarfélaganna. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, vinnumarkaðsfæðingur og lekor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir það neyðarúrræði grípi stjórnvöld til aðgerða vegna verkfalls kennara. Sú leið sem stjórnvöldum sé fær til að stöðva verkfallið sé setning bráðabirgðalaga. "Verkfallinu er þá aflýst og starfsmenn hverfa aftur til starfa," segir Gylfi. Deilan standi eftir óleyst og líklegast í mikilli óþökk verkalýðshreyfinga. Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK, mætti á fund menntamálaráðherra í gær til að benda á ósanngirni þess að verkfall kennara bitnaði á börnum en ekki vinnuveitendum. "Þorgerður er yfirmaður menntamála í landinu. Ég er persónulega á þeirri skoðun að hún þurfi að axla þá ábyrgð og grípa inní deilu sveitarfélaga og kennara á einhvern hátt," sagði Bergþóra og bætti við: "Það er á ábyrgð menntamálaráðuneytisins að börnin fái þá menntun sem þau eiga heimtingu á samkvæmt lögum. Ég get ekki séð að ráðuneytið geti þvegið hendur sína að því." Elín Thorarensen, stjórnarmaður Heimilis og skóla - Landssamtaks foreldra, sat einnig fundinn. Hún segir óábyrgt af sveitarfélögum og kennurum að fara í verkfall: "Þeir eru búnir að hafa sex mánuði til að leysa deiluna. Að sjálfsögðu áttu þeir að vera búnir að því áður en verkfall skall á."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira